fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Pantaði pítsu daglega í rúmlega 10 ár – Dag einn varð það honum til lífs

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 21:00

Kirk Alexander

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega í rúmlega 10 ár pantaði Kirk Alexander, sem býr í Salem í Oregon, sér pítsu frá sama Domino‘s staðnum. Þetta hafði auðvitað í för með sér að starfsfólk pitsastaðarins vissi hver hann var og að von væri á pöntun frá honum.

En 2016 gerðist það óvænta, engin pöntun barst frá honum í nokkra daga, eða 11. Starfsfólkið fór þá að hafa áhyggjur af Alexander.

Sarah Fuller, útibússtjóri staðarins, sagði að nokkrir sendlanna hefðu nefnt að engin pöntun hefði borist frá Alexander í nokkra daga. Hún gáði því í tölvukerfið og sá að 11 dagar voru liðnir frá síðustu pöntun hans. Það var auðvitað ólíkt honum og því var sendill sendur heim til hans til að kanna hvort allt væri í lagi.

Alexander svaraði ekki þegar hann dinglaði bjöllunni en húsið var uppljómað og kveikt var á sjónvarpinu.

Sendlinum fannst augljóst að hlutirnir væru ekki eins og þeir áttu að vera og því hringdi hann í lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang heyrðu þeir mann kalla á hjálp innan úr húsinu. Þeir brutu því útidyrnar upp og fóru inn í húsið.

Alexander var þar inni og þarfnaðist skjótrar læknisaðstoðar. Hann var fluttur á sjúkrahúsi í skyndi þar sem læknar náðu að koma ástandi hans í jafnvægi.

Starfsfólk pitsastaðarins heimsótti hann á sjúkrahúsið og færði honum blóm og heilla kort en lét vera að koma með pítsu.

Ekki er vitað hvað hrjáði Alexander en það skiptir svo sem ekki miklu máli í þessari sögu því það sem skiptir máli er að fólk hafði áhyggjur af honum þrátt fyrir að það þekkti hann í raun ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir