fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Pressan

Forstjóri dýragarðs sakaður um að hafa slátrað fjórum geitum og haft á jólaborðinu

Pressan
Föstudaginn 3. febrúar 2023 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Ruben Nava, sem er nú fyrrum forstjóri dýragarðsins í Chilpancingo í Mexíkó, er grunaður um að hafa slátrað fjórum dverggeitum dýragarðsins og haft á borðum í jólaveislu.

Sky News skýrir frá þessu og segir að rannsókn hafi leitt í ljós að Nava hafi gefið fyrirmæli um að sum dýrin í dýragarðinum skyldu seld eða þau borðuð.

Er Nava sagður hafa látið slátra fjórum dverggeitum dýragarðsins og hafi síðan boðið upp á þær í grillveislu starfsfólks í árslok.

Heilbrigðisyfirvöld segja að þetta hafi stefnt heilsu þeirra, sem borðuðu kjötið, í hættu því kjötið hafi ekki verið hæft til manneldis.

En auk þess að láta slátra dverggeitunum er Nava grunaður um að hafa skipt á sebrahesti fyrir verkfæri og að hafa selt dádýr og Watusi kú til einstaklinga.

Nava var vikið frá störfum þann 12. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vatnsskömmtun sett á í suðurhluta Frakklands

Vatnsskömmtun sett á í suðurhluta Frakklands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur – Óttast að þetta verði notað til hryðjuverka

Sænsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur – Óttast að þetta verði notað til hryðjuverka
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljónum dauðra fiska skolar upp nærri áströlskum bæ

Milljónum dauðra fiska skolar upp nærri áströlskum bæ
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líbanskur hópur segist hafa fundið týnt úran

Líbanskur hópur segist hafa fundið týnt úran
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lena skýrir frá Facebook-brellunni sem hjálpaði henni að léttast um 12 kg

Lena skýrir frá Facebook-brellunni sem hjálpaði henni að léttast um 12 kg
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona er hægt að þrífa örbylgjuofninn með aðeins einu efni sem er til á öllum heimilum

Svona er hægt að þrífa örbylgjuofninn með aðeins einu efni sem er til á öllum heimilum