fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Rússnesk rannsókn styður við kenningar um að Pútín sé fárveikur og notist við tvífara

Pressan
Föstudaginn 8. desember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðillinn The Sun greinir frá því að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Rússlandi þá sé forseti Rússlands, Vladimir Pútín, vissulega veikur og notist vissulega við tvífara þegar hann hefur ekki heilsuna í að koma opinberlega fram.

Um er að ræða getgátur sem hafa gengið undanfarið ár, en rússnesk stjórnvöld ítrekað reynt að kveða í kút. Nú mun víst komin út skýrsla sem rekur að Pútín sé kominn á tæpasta vað. Hann hafi einangrað sig, falið sig frá almenningi og notist mikið við tvífara.

Rannsóknin var á vegum rússneska miðilsins Proekt. Gerð var greining á 521 fundum og ræðum Pútíns undanfarið árið. Sú greining hafi leitt í ljós að Pútín feli sig frá gestum og hafi ítrekað spilað fyrirframteknar upptökur á fundum til að leyna veikindum sínum. Það sjáist á fundum að í 43 prósent tilvika sést greinilega hvernig forsetinn reynir að standa eins langt frá myndavélunum og hann kemst, mögulega til að leyna því að þarna sé raunverulega tvífari á ferðinni. Rúmlega 113 fundir hafi farið fram í gegnum fjarbúnað og flestar stærri ákvarðanir sem varða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu hafi verið teknar af öryggisráði Rússlands án þess að Pútín væri sjálfur viðstaddur.

Aðeins í 36 prósent tilvika sem Pútín sást opinberlega hafi hann sjálfur verið á ferðinni og ekki haldið sig í góðri fjarlægð frá öðrum. Það hafi aðeins verið sökum þess að téðir aðilar höfðu verið í sóttkví áður en þeir hittu forsetann. Þá sé ekki minnst á borðið fræga sem Pútín hefur notað til funda síðan faraldur COVID hófst. Um er að ræða margra metra langt borð sem tryggir minnst 3 metra á milli Pútíns og viðmælanda hans.

Proekt heldur því fram að það sé strangt skilyrði fyrir því að fólk þurfi að geta framvísað þremur neikvæðum COVID-19 prófum áður en forsetinn hleypri því nærri sér. Slæm heilsa forsetans hafi orðið til þess að hann sé með hreinlæti á heilanum, enda ónæmiskerfið í rúst.

Því er eins haldið fram að starfsmenn Pútíns þurfi að bæði búa og vinna í sérstöku húsnæði þar sem sóttkví er fylgt. Starfsmenn megi helst ekki fara út á meðal almennings. Þegar starfsmenn þurfa að hitta Pútín þá þurfa þau að sitja lengi inni læstu herbergi því forsetinn óttast um líf sitt.

Proekt segist hafa rætt við sjóaða blaðamenn sem vinna náið með Kremlin. Þeir tóku undir grunsemdir um að Pútín notist við tvífara. Pútín fari allar sínar ferðir með teymi lækna og heilbrigðisstarfsanna. Nú seinast hafi hann farið til Saudi Arabíu og þar hafi aðilar innan rússnesku leyniþjónustunnar fengið það óþrifaverk að taka við saur- og þvagsýnum frá forsetanum og senda aftur til Rússlands í sérstakri tösku. Allt þetta sé liður í því að leyna veikindum Pútins fyrir rússnesku þjóðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð