fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Pressan
Laugardaginn 2. desember 2023 20:00

Hún var að dreypa á rauðvíni þegar hryllingurinn hófst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita væntanlega að ef maður drekkur mikið magn áfengis þá getur það valdið höfuðverk. En sumir þurfa ekki að drekka nema eitt glas af rauðvíni til að fá höfuðverk. Nú telja vísindamenn sig vita ástæðuna fyrir því að sumir fá höfuðverk af svo litlu magni víns.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Scientific Reports Journal, segja vísindamennirnir að þeir hafi hugsanlega leyst gátuna um af hverju sumir fá höfuðverk þegar þeir drekka rauðvín.

Rauðvínshöfuðverkur, sem er ekki það sama og timburmannahöfuðverkur, krefst þess ekki að fólk drekki mikið magn af rauðvíni. Ástæðan er að í rauðvíni er Quercetin, sem er flavóníður, sem er plöntuefni. Þetta efni getur truflað getu líkamans til að brjóta alkóhól niður og þá safnast eiturefni fyrir sem geta valdið höfuðverk.

Quercetin er í mörgum tegundum grænmetis og ávaxta, þar á meðal í þrúgum. Magn quercetin í rauðvíni er miklu meira en í hvítvíni. En það útskýrir ekki af hverju sumir fá höfuðverk við að drekka eitt rauðvínsglas.

Vísindamennirnir rannsökuðu því tengslin á milli quercetin go ALDH2, sem er erfðafræðilegt afbrigði af ensími sem hjálpar líkamanum að brjóta áfengi niður.

Um átta prósent jarðarbúa eru með gallað afbrigði af ALDH2 og eiga því erfiðara með að brjóta áfengi niður og finna því fyrir meiri aukaverkunum af áfengi en aðrir.

Vísindamennirnir telja sig hafa sannað að quercetin hamli ALDH2 og geti haft svo mikil áhrif á suma að þeir fái höfuðverk þegar þeir drekka rauðvín.

Kenning þeirra hefur ekki enn verið reynd á fólki og því vekja vísindamennirnir athygli á að frekar rannsókna sé þörf til að sannreyna þessa kenningu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump