fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Stysta hjónaband sögunnar? – Skildu eftir 3 mínútur eftir að brúðguminn lét ákveðin ummæli falla

Pressan
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 04:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að hjónabandssælan hafi ekki enst lengi hjá pari einu. Aðeins þremur mínútum eftir að þau voru gefin saman skildu þau. Ástæðan voru ummæli sem brúðguminn lét falla þegar hjónin voru á leið út úr dómsalnum þar sem þau voru gefin saman.

Þegar dómari hafði gefið þau saman gengu nýgiftu hjónin út úr dómhúsinu en á leiðinni út datt brúðurin. Brúðguminn sagði hana þá heimska af því að hún hafði dottið.

Q8 News segir að konan hafi reiðst mjög við þetta og lagt fram kröfu hjá dómara um að fá skilnað strax frá eiginmanninum. Dómarinn féllst á þessa kröfu hennar og ógilti hjónaband þeirra þremur mínútum eftir að hann gaf þau saman.

Fólkið, sem býr í Kúveit, komst aldrei út úr dómshúsinu sem hjón. Er þetta talið vera stysta hjónaband sögunnar í Kúveit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf