Höfundur rannsóknarinnar, Brandon Yan, segir við fréttavefinn UPI.com að þetta sé mesta bil sem mælst hefur frá árinu 1996. Nýju tölurnar taka til ársins 2021 og því er ekki enn víst hvort bilið hafi haldið áfram að aukst í fyrra.
Brandon Yan, höfundur greinarinnar í JAMA Internal Medicine, segir að árið 2010 hafi konur lifað að meðtali 4,8 árum lengur en karlar. Hefur þessi munur aukist ár frá ári og er nú rétt tæplega sex ár. Geta konur í Bandaríkjunum nú vænst þess að verða 79,3 ára en karlar 73,5 ára.
Þessi mikli munur skýrist af ýmsu, til dæmis COVID-faraldrinum og ópíóíðafaraldrinum. Karlar eru tvöfalt líklegri en konur til að deyja af völdum of stórs skammts af ópíóíðum í Bandaríkjunum. Flest fórnarlömb morða í Bandaríkjunum eru karlar og þá eru karlar mun líklegri en konur til að svipta sig lífi. Þá var dánartíðni í Covid-faraldrinum töluvert hærri hjá körlum en konum.