fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Enn eykst munurinn á lífslíkum karla og kvenna

Pressan
Mánudaginn 20. nóvember 2023 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar í Bandaríkjunum lifa að meðaltali sex árum styttra en konur og hefur þetta bil aukist stöðugt frá árinu 2010. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímaritinu JAMA Internal Medicine.

Höfundur rannsóknarinnar, Brandon Yan, segir við fréttavefinn UPI.com að þetta sé mesta bil sem mælst hefur frá árinu 1996. Nýju tölurnar taka til ársins 2021 og því er ekki enn víst hvort bilið hafi haldið áfram að aukst í fyrra.

Brandon Yan, höfundur greinarinnar í JAMA Internal Medicine, segir að árið 2010 hafi konur lifað að meðtali 4,8 árum lengur en karlar. Hefur þessi munur aukist ár frá ári og er nú rétt tæplega sex ár. Geta konur í Bandaríkjunum nú vænst þess að verða 79,3 ára en karlar 73,5 ára.

Þessi mikli munur skýrist af ýmsu, til dæmis COVID-faraldrinum og ópíóíðafaraldrinum. Karlar eru tvöfalt líklegri en konur til að deyja af völdum of stórs skammts af ópíóíðum í Bandaríkjunum. Flest fórnarlömb morða í Bandaríkjunum eru karlar og þá eru karlar mun líklegri en konur til að svipta sig lífi. Þá var dánartíðni í Covid-faraldrinum töluvert hærri hjá körlum en konum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin