fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Fundu loksins hina „horfnu“ heimsálfu

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 16:00

Argoland sýnt með grænum lit. Skjáskot/YouTube//Faculty of Geosciences Utrecht University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 155 milljónum ára reif „Argoland“ sig frá því sem við þekkjum sem Ástralíu. En „Argoland“ skildi ekki eftir neinar vísbendingar um hvert þetta 5.000 km langa land fór. En nú hafa hollenskir jarðfræðingar leyst gátuna um hvert „Argoland“ fór.

Í umfjöllun Business Insider kemur fram að „Argoland“ sé í dag hluti af Suðaustur-Asíu. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Gondwana Research. Í henni lýsa vísindamenn við Utrecht háskóla því hvernig sjö ára rannsóknarvinna leiddi þá endanlega á áfangastað „Argoland“.

Svo virðist sem skilnaðurinn við vesturhluta Ástralíu hafi verið ansi erfiður því sterk jarðfræðileg öfl hafi teygt á „Argoland“ og rifið í marga hluta. Síðan hafi „Argoland“ rekið frá Ástralíu.

Venjulega er hægt að sjá ummerki um slíka atburði í steingervingum, steinum og fjallgörðum en ekki í þessu tilfelli. En hins vegar skildi „Argoland“ eftir sig ummerki á hafsbotni og það voru þau sem komu vísindamönnunum á sporið.

Vísindamennirnir vissu að þeir áttu að leita norðan við Ástralíu og athygli þeirra beindist því að Suðaustur-Asíu. Þar fundu þeir brot út ótrúlega gömlum landmanna á milli Indónesíu og Myanmar. En þegar þeir reyndu að endurgera „Argoland“ út frá þessum brotum, þá pössuðu þau ekki saman.

Þeir ákváðu því að vinna aftur á bak með því að afla gagna í Suðaustur-Asíu og þannig rekja ferð heimsálfunnar norður á bóginn. Þannig uppgötvuðu þeir að heimurinn hafði ekki misst eina heimsálfu, þvert á móti höfðu púslin bara verið sett saman á nýjan leik.

Þessi kortlagning getur hugsanlega komið að gagni við að leysa aðra ráðgátu. Ráðgátuna um hina svokölluðu „Wallace-línu“. Þetta er ósýnileg lína sem liggur á milli Filippseyja, Borneó og Balí í vestri og Sulawesi og Lombok í austri. Margar dýrategundir fara ekki yfir þessa línu.

Línan skiptir mjög fjölbreyttu dýralífi. Vestan við hana eru apar, tígrisdýr og fílar en þessar tegundir er varla að finna austan við hana. Þar eru hins vegar pokadýr og kakadue páfagaukar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið