Á sama uppboði var jakki, sem George Michael klæddist í tónlistarmyndbandinu „I Knew You Were Waiting (For Me), einnig boðinn upp og fengust 93.750 pund fyrir hann en það svarar til 16,3 milljóna íslenskra króna.
Einnig var hárskraut, sem Amy Winehouse bar í tónlistarmyndbandinu „You Know I´m No Good“ boðið upp. Fyrir það fengust 18.750 pund en það svarar til um 3,2 milljóna íslenskra króna.
Um 200 munir, tengdir tónlist, voru boðnir upp á uppboðinu, þar á meðal frá AV/DC, David Bowie, Queen, Elvis Presley og Bítlunum.