fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Uppgötvaði sannleikann um manninn sem hún átti í ástarsambandi við – Það kostaði hana lífið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 22:00

Kayla Kelley. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11.janúar var tilkynnt um hvarf Kayla Kelley, 33 ára bandarískrar konu. Á miðvikudaginn fengu ættingjar hennar verstu hugsanlegu tilkynninguna. Lík hennar hafði fundist og ljóst var að hún hafði verið myrt.

CBS News skýrir frá þessu og hefur eftir Jim Skinner, lögreglustjóra í Collin County í Texas, að þrátt fyrir að lögreglan hafi vonast til að niðurstaða leitarinnar að Kelley yrði önnur, þá sé hann þakklátur fyrir að lögreglunni hafi tekist að finna lík hennar.

Lík hennar fannst á miðvikudaginn. Það hafði verið grafið í Grand Prairie, sem er hverfi í Dallas.

Lögreglan hefur handtekið 32 ára karlmann sem er grunaður um að hafa myrt hana. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum í sumar að því að talið er.

Maðurinn skýrði frá því við yfirheyrslu að hann hafi notað rangt nafn í samskiptum sínum við Kelley en að hún hafi síðan komist að rétta nafni hans og að hann væri kvæntur.

Lögreglan er sögð hafa komist yfir upptökur af símtölum á milli þeirra tveggja, þar sem Kelley er sögð hafa hótað manninum að hún myndi skýra eiginkonu hans frá framhjáhaldinu.

Eftir það hvarf hún.

Daginn eftir að tilkynnt var um hvarf hennar, fannst bíll hennar brunninn. Í kjölfarið var maðurinn handtekinn, grunaður um íkveikju og mannrán.

Það var síðan út frá staðsetningargögnum síma hans sem lögreglan fann staðinn þar sem Kelley fannst grafin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?