fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Sleppa bjórum í Hampshire – Hurfu af sjónarsviðinu fyrir 400 árum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 07:30

Ættingjum hans verður sleppt í Hampshire. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni verður tveimur bjórum sleppt lausum í Hampshire á suðvestur Englandi. Þetta verður í fyrsta sinn í 400 ár sem bjórar ganga lausir í náttúrunni þar. Þó verður svæði þeirra takmarkað að vissu leyti.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að dýrunum verði sleppt lausum á Ewhurst Park landareigninni en hún hefur verið endurgerð með hagsmuni náttúrunnar og matvælaframleiðslu að leiðarljósi.

Landareignin er 374 hektarar og er í eigu náttúruverndarsinnans, frumkvöðulsins og fyrirsætunnar Mandy Lieu. Hún hefur áður lýst yfir vilja sínum til að auðga vistkerfi landareignarinnar.

Hún telur bjórana nauðsynlega til að koma upp „ætilegu landslagi“ þar sem náttúran sé endurheimt um leið og matvæli séu framleidd. Hún hefur unnið með sérfræðingum að undirbúningi komu dýranna og hefur búr verið byggt fyrir þá til að uppfylla þær kröfur sem lög og reglur leggja á herðar hennar.

Bjórum var útrýmt í Bretlandi fyrir um 400 árum en þeir voru veiddir vegna feldsins og kjötsins.  Á síðustu árum hafa stjórnvöld veitt leyfi fyrir sleppingum dýra innan ákveðinna lokaðra svæða. Á sama tíma hefur dýrum verið sleppt ólöglega víða um landið. Sumir sérfræðingar telja að mörg hundruð dýr lifi nú villt í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu