fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Uppgötvuðu risastóran hver á einu tungla Satúrnusar – Spýr vatni mörg hundruð kílómetra út í geim

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 12:00

Cassini á braut um Satúrnus. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb geimsjónaukinn náði nýlega myndum af hver á Enceladusi, einu tungla Satúrnusar, spúa vatni langt út í geim. Í þessum vatnsstróki gætu leynst sum þeirra efna sem eru nauðsynleg til að líf geti myndast.

Eftir því sem segir í umfjöllun Live Science um málið þá náðust myndirnar í nóvember á síðasta ári en vísindamenn skýrðu fyrst frá þeim á ráðstefnu í Baltimore um miðjan maí.

Sara Faggi, stjörnufræðingur hjá Goddard Space Flight Center hjá NASA, sagði á ráðstefnunni að strókurinn hafi verið gríðarlega stór og að verið sé að vinna að vísindagrein um málið.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn sáu Enceladus spúa vatni en þar sem James Webb sjónaukinn er með miklu breiðara sjónsvið og mun nákvæmari en forverar hans þá sáu vísindamenn að strókurinn náði miklu lengra út í geim en þeir höfðu talið til þessa.

Vísindamenn sáu í stróka af þessu tagi frá Enceladus í fyrsta sinn árið 2005 þegar  Cassini geimfar NASA náði myndum af ísögnum skjótast upp í gegnum stórar sprungur á yfirborði tunglsins. Þessir strókar eru svo öflugir að efni úr þeim myndar einn af hringjum Satúrnusar að sögn NASA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu