fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Pressan

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?

Pressan
Miðvikudaginn 15. mars 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Abagnale Jr. hefur ítrekað gengist við því að vera svikahrappur og lygari, og jafnvel gert sér heilan feril úr því. Árið 1980 gaf hann út sjálfsævisöguna Catch Me If You Can sem árið 2002 var gerð að bíómynd í leikstjórn sjálfs Steven Spielberg og fór Leonardo DiCaprio með hlutverk Frank í myndinni.

Frank greindi í bók sinni frá hreint ævintýralegum tíma þegar hann var á aldrinum 16-21 ára. Þá hafi hann meðal annars villt á sér heimildir og þóst vera flugmaður til að fá ókeypis flugferðir og ferðast þannig til 82 landa án þess að þurfa að borga fyrir það.

Hann hafi þóst vera læknir, háskólakennari, lögmaður og hvað eina. Á þessum tíma hafi hann líka skrifað yfir 17 þúsund gúmmítékka og svikið þar með út hundruð milljóna. Og allt þetta hafi átt sér stað á meðan bandaríska alríkislögreglan, FBI,  fylgdi honum fast á eftir í æsispennandi eltingaleik.

Nú greinir rithöfundurinn Abby Ellin frá því, í grein sem hún birtir hjá New York Post að, Frank sé ekki allur þar sem hann sé séður.

Fékk tölvupóst frá Frank

Hún ritaði bók árið 2019 sem heitir Duped. Þar fjallaði hún um samband sitt við svikara sem hún hafi næstum verið búin að giftast.

The Times of London skrifuðu umsögn um bókina og báru frásögn Abby saman við sögu Frank Abagnale.

Í kjölfarið fékk Abby tölvupóst frá Frank þar sem hann vildi tilkynna henni að það truflaði hann mikið að í hvert sinn sem einhver skrifaði grein um bankarán, falsanir, svik eða jafnvel netglæpi þá væri vísað til hans.

„Glæpirnir sem ég framdi var að skrifa gúmmítékka. Ég var 16 ára á þessum tíma. Ég sat af mér alls fimm ár í fangelsum í Evrópu og bandaríska fangelsiskerfinu. Árið 1974, eftir að hafa setið af mér 4 ár í fangelsi leystu stjórnvöld mig úr fangelsi svo ég gæti unnið fyrir FBI. Ég hef svo gert það í rúmlega 43 ár núna.“

Frank sagðist hafa borgað allar sínar skuldir og var greinilega þreyttur á að fortíð hans væri rifjuð upp.

Abby fannst það sæta furðu, enda hafi Frank aldrei virkað eins og maður sem skammaðist sín fyrir fortíðina sína. Hann hefði jafnvel haldið heilu fyrirlestranna þar sem hann gekk inn á svið undir stefi kvikmyndarinnar sem byggði á bók hans.

Ákvað að rannsaka Frank eftir fyrirlestur

Í júní árið 2020 hafi Abby svo fengið tölvupóst frá öðrum manni, Jim KeithKeith hafði hlustað á fyrirlestur með Frank Abagnale í grunnskóla árið 1981, en þar fjallaði Frank um það hvernig hann sneri við lífi sínu og fór að ganga beina veginn.

Frank hafi þar rætt um tæknileg atriði varðandi það að skrifa út gúmmítékka og Keith tók eftir því að Frank var þar ítrekað að fara með rangt mál. Keith ákvað þá í kjölfarið að rannsaka Frank og sögu hans.

Keith sendi Abby svo öll gögnin sem hann hafði safnað saman.

Abby rekur að sumt sem Frank hafi haldið fram í bók sinni sé vissulega rétt. Honum hafi tekist að fá frítt flugfar nokkrum sinnum með því að þykjast vera flugmaður, hann hafi vissulega falsað ávísanir og setið í fangelsi.

„En restin af ekki-svo-auðmjúku monti hans var „ónákvæmt, afvegaleiðandi, ýkt eða algjörlega falskt,“ að sögn Keith, sem lést árið 2021, 71 árs að aldri.“

Hann hafi til dæmis aldrei þóst vera kennari við háskólann Brigham Young, eins og hann hélt fram og ekki heldur þóst vera læknir í Georgíu. Hann hafi heldur aldrei þóst vera lögmaður á skrifstofu ríkislögmanns, líkt og hann hafði einnig haldið fram.

Abby að flest af því sem Frank hafi haldið fram sé uppspuni og það sem eigi einhvern flöt í raunveruleikanum hafi verið stórlega ýkt.

Vann hann einu sinni fyrir FBI?

Eins sé óhugsandi að hann hafi náð að fremja öll þessi brot sín á aldrinum 16-21 árs þar sem hann varði meirihluta þeirra ára í fangelsi. Hann hefði heldur aldrei getað skrifað 17 þúsund gúmmítékka.

Staðreyndin sé sú að árið 1970, þá 21 árs, hafi Frank verið handtekinn í Georgíu eftir að hafa leyst út 10 falsaðar ávísanir. Hann hafi svo verið dæmdur í 12 ára fangelsi.

Frank haldi því fram að hann hafi verið leystur úr haldi til að finna fyrir FBI en fyrir því liggi þó engar sannanir. Vissulega hafi rannsóknarlögreglumaður frá FBI verið að leita hann uppi en það hafi ekki verið heilt teymi sem var myndað sérstaklega helgað því að ná honum.

Hann hafi þó líklega ekki verið að vinna fyrir FBI árið 1974 þegar hann var aftur handtekinn fyrir að stela listmunum og ljósmyndabúnaði frá sumarbúðum í Texas þar sem hann starfaði, þá 26 árs.

Raunar er það svo að Frank var duglegur við að gefa út nöfn á yfirmönnum í FBI til þeirra sem vildu staðfesta sögu hans, þessir sömu yfirmenn könnuðust ekki einu sinni við að hafa hitt Frank.

Þolendur sem aldrei hafa fengið greitt til baka

Jim Keith, sem færði Abby gögnin, hafði safnað þeim saman ásamt prófessor í sakamálaréttarfari, William ToneyToney birti niðurstöður sínar um Frank á alþjóðlegi ráðstefnu í Washington og þar átti Frank einmitt að vera sjálfur með erindi.

Frank var fljótur að afboða komu sína þegar hann frétti af fyrirlestri Toney og hótaði í kjölfarið að sækja hann til saka fyrir meiðyrði. Toney stefndi Frank á móti og fór fram á skaðabætur. Þeir útkljáðu mál sitt án aðkomu dómstóla árið 1985.

Frank hefur líka alla tíð haldið því fram að glæpir hans hafi engan skaðað. Því er Paula Park Campell ekki sammála. Hún hafi kynnt hann fyrir fjölskyldu sinni árið 1969 og hann í kjölfarið rænt þau.

Frank hafi sent þeim bréf í kjölfarið og lofað því að greiða til baka það sem stal. Fjölskyldan sé þó enn að bíða.

Vitað er um fleiri þolendur Franks sem hann hefur aldrei greitt til baka, þrátt fyrir að hann hafi ítrekað haldið því fram að hafa gert allt upp.

Abby skrifar að í niðurlagi tölvupóstsins sem Frank hafi sent henni standi:

„Eru 50 ár ekki nægur tími fyrir einhvern að öðlast uppreisn æru fyrir glæp sem var framinn á unglingsaldri?“

Abby rekur að allir eigi vissulega rétt á öðru tækifæri í lífinu og fyrirgefning sé dyggð.

„En að byggja allan feril þinn á lygum og halda áfram að græða á þeim er ekki endurlausn – það er bara önnur útgáfa af sömu svikunum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu