fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Mesta loftmengunin í sex ár í Lundúnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 12:00

Það væri gott að hafa fleiri tré í London. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgina 21. og 22. janúar mældist loftmengunin í Lundúnum meiri en nokkru sinni síðustu sex ár. Það var í úthverfum í suðvesturhluta borgarinnar sem mengunin mældist svo mikil eða 10. Það er hæsta gildið á mengunarskala yfirvalda.

The Guardian segir að þetta hafi verið mesta loftmengunin sem mælst hefur síðan í janúar 2017.

Svona mikil mengun hefur áhrif þótt hún vari ekki lengi. Rannsókn, sem var birt 2021, sýndi að þeim fjölgaði sem leituðu læknis og fengu ávísað innöndunarstaut eftir stutt mengunartímabil. Rannsóknin náði til 1,2 milljóna Lundúnabúa og yfir 5 ára tímabil.

Mengunin lagðist þyngra á börn samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

The Guardian segir að þegar mengunin náði hámarki í janúar hafi notkun heimila á eldiviði skipt miklu máli samkvæmt gögnum frá Imperial College London um samsetningu þeirra agna sem voru í menguninni. Þetta átti sérstaklega við að kvöldlagi.

Greining á sótögnum, sem Lundúnabúar önduðu að sér þessa helgi, sýndu að 60 til 70% þeirra komu úr viði eða öðrum föstum efnum sem voru notuð til húshitunar.

Á ársgrundvelli þá koma að meðaltali fleiri mengunaragnir frá notkun eldiviðar í Bretlandi en frá útblæstri bifreiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu