fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hvað er á seyði við Bahamaeyjar? Dularfull hvít ský í sjónum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 20:00

Svona lítur þetta út. Mynd:NASA Earth Observatory/US Geological Survey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór hvít „ský“ birtast stundum í sjónum við Bahamaeyjar og hafa þau valdið vísindamönnum heilabrotum áratugum saman. Enginn veit hvað veldur þessar dularfullu skýjamyndun.

Hafsvæðið á milli Flórída og Bahamaeyja er líklega eitt best rannsakað hafsvæði heims. En samt sem áður er þetta sama hafsvæði uppspretta mikillar ráðgátu. Á yfirborði sjávarins birtast oft hvítir blettir, sem líkjast skýjum, og hafa vísindamenn ekki enn fundið út af hvernig þeir myndast. NASA Earth Observatory skýrir frá þessu að sögn Videnskab.dk.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Remote Sensing of Environment, reyna vísindamenn við University of South Florida að finna skýringu á þessu dularfulla fyrirbæri sem hefur valdið mörgum heilabrotum frá því á fjórða áratug síðustu aldar.

Þegar þessi hvítu „ský“ birtast í sjónum kallast það „whiting atburður“. Vísindamenn vita ekki af hverju blettir af þessu tagi myndast við Bahamaeyjar. Blettir af þessu tagi sjást einnig annars staðar í höfum og vötnum en við Bahamaeyjar birtast þeir oftar en venja er.

Sýni úr þessum blettum benda til að þeir innihaldi meira magn af ögnum sem innihalda mikið af karbónati.

Þetta veldur miklum heilabrotum. Mynd:NASA Earth Observatory/US Geological Survey

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bahamaeyjar eru á svæði þar sem mikið er af karbónati undir sjónum en ekki er vitað hvort þessir dularfullu blettir eigi rætur að rekja til þess að það losni um karbónat og það fljóti upp á yfirborðið.

Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að stærð blettanna, eða skýjanna, tengdist árstíðunum frá 2003 til 2020. Stærstu blettirnir birtust á milli mars og maí og aftur í október til desember.  Stærð þeirra var að meðaltali 2,4 ferkílómetrar. Á heiðskírum dögum sýndu gervihnattarmyndir um 24 bletti og þöktu þeir um 32 ferkílómetra svæði.

En frá 2011 til 2015 stækkuðu blettirnir og þöktu rúmlega 200 ferkílómetra þegar þeir voru stærstir.

2019 minnkuðu þeir aftur en fóru þó ekki niður í þá stærð sem þeir voru í áður en þeir byrjuðu að stækka 2011.

Þetta bendir til að hugsanlega sé um 10 ára hringrás að ræða en vísindamenn vita ekki enn hvernig þessi hringrás er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar