fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Pútín segir að „enginn vafi“ sé á að Rússland eigi eftir að sigra stríðið

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði að það væri „enginn vafi“ á að Rússland ætti eftir að sigra stríðið í Úkraínu. Samkvæmt News.com.au kom þetta fram í máli forsetans er hann ræddi við vinnumenn í verksmiðju í Sankti Pétursborg í dag.

Pútín útskýrði fyrir vinnumönnunum að „samstaðan í rússneska fólkinu“ og „hugrekki og hetjudáðir“ stríðsmanna Rússlands ættu eftir að tryggja sigur, ásamt vinnu hernaðargeirans í landinu. Þá hrósaði hann varnariðnaði Rússlands. Pútín virðist vera algjörlega sannfærður um að Rússland eigi eftir að bera sigur úr býtum í stríðinu en hann sagði að allt sem hann nefndi „gæti ekki annað“ en veitt Rússum innblástur til sigursins.

Ástæðan fyrir því að forsetinn var staddur í Sankti Pétursborg er sú að í dag eru 80 ár liðin frá því að hermenn Sovétríkjanna náðu að opna landleiðina að íbúum borgarinnar en umsátur Þjóðverja um hana hafði þá varað síðan í september árið 1941. Borgin var á þeim tíma kölluð Leníngrad en umsátrinu um Leníngrad lauk þó ekki alveg fyrr en þann 27. janúar árið 1944, eða rúmu ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug