fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Þessi mistök gerir þú hugsanlega inni á baðherbergi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 16:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest okkar verða líklega að viðurkenna að hafa hent hári í klósettið eða tekið farsímann með þangað inn. En líklega vilja ekki margir játa að hafa gert fleira inni á baðherbergi sem ekki á að gera þar.

Hér á eftir nefnum við nokkur mistök sem margir gera inni á baðherbergi, væntanlega oftast óafvitandi.

Klósettið er ekki ruslafata og því eiga klósettpappírsrúllur, bleiur, eyrnapinnar, dömubindi og blautþurrkur ekkert erindi ofan í þau. Þetta á að fara í ruslatunnuna.

Ef það er sírennsli í klósettinu er rétt að bregðast strax við því og kippa í lag. Ástæðan er að það er sóun á vatni að láta renna sífellt í klósettið og svo fylgir því leiðinlegur hávaði.

Ef tannburstinn þinn er ekki geymdur í lokuðum skáp, þá skaltu bætar úr því hið fyrsta. Ástæðan er að í hvert sinn sem þú sturtar niður dreifist mikill fjöldi baktería úr klósettinu um allt baðherbergið. Þær eru í agnarsmáum vatnsdropum, sem sjást ekki, og dreifast um allt baðherbergið. Þessar vatnsagnir lenda á tannburstum, handklæðum og flestum því sem er inni á baðherberginu.

Ekki drekka vatn úr krananum inni á baðherbergi. Ástæðan er að bakteríur, sem nefndar voru til sögunnar hér á undan, setjast á kranann.

Ekki skola andlitið í vaskinu. Það er mjög slæm hugmynd að fylla vaskinn af vatni og setja andlitið síðan ofan í hann. vaskurinn er venjulega jafnþakinn bakteríum og klósettið sjálft.

Ekki henda hári í klósettið. Það er slæmur vani að henda hári í klósettið. Það safnast saman í kúlur og getur á endanum stíflað allt saman. Hárið á bara að fara í ruslafötuna.

Ekki nota símann inni á baði. Þar er fullt af bakteríum og þeim finnst gott að geta sest á flöt eins og síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang

Grínisti afhjúpar hvernig hann lét breska fjölmiðla borða laukinn í fjórgang
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt