Hér á eftir nefnum við nokkur mistök sem margir gera inni á baðherbergi, væntanlega oftast óafvitandi.
Klósettið er ekki ruslafata og því eiga klósettpappírsrúllur, bleiur, eyrnapinnar, dömubindi og blautþurrkur ekkert erindi ofan í þau. Þetta á að fara í ruslatunnuna.
Ef það er sírennsli í klósettinu er rétt að bregðast strax við því og kippa í lag. Ástæðan er að það er sóun á vatni að láta renna sífellt í klósettið og svo fylgir því leiðinlegur hávaði.
Ef tannburstinn þinn er ekki geymdur í lokuðum skáp, þá skaltu bætar úr því hið fyrsta. Ástæðan er að í hvert sinn sem þú sturtar niður dreifist mikill fjöldi baktería úr klósettinu um allt baðherbergið. Þær eru í agnarsmáum vatnsdropum, sem sjást ekki, og dreifast um allt baðherbergið. Þessar vatnsagnir lenda á tannburstum, handklæðum og flestum því sem er inni á baðherberginu.
Ekki drekka vatn úr krananum inni á baðherbergi. Ástæðan er að bakteríur, sem nefndar voru til sögunnar hér á undan, setjast á kranann.
Ekki skola andlitið í vaskinu. Það er mjög slæm hugmynd að fylla vaskinn af vatni og setja andlitið síðan ofan í hann. vaskurinn er venjulega jafnþakinn bakteríum og klósettið sjálft.
Ekki henda hári í klósettið. Það er slæmur vani að henda hári í klósettið. Það safnast saman í kúlur og getur á endanum stíflað allt saman. Hárið á bara að fara í ruslafötuna.
Ekki nota símann inni á baði. Þar er fullt af bakteríum og þeim finnst gott að geta sest á flöt eins og síma.