fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Bitin af hákarli við enska strönd – Fyrsta árásin í 175 ár

Pressan
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 19:00

Bláháfur (e. Blue shark) Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákarl réðst á ferðamann fyrr í dag út fyrir strönd bæjarins Penzance Cornwall-sýslu. Um konu var að ræða sem var í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Blue Shark Snorkel Trip, sem eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir sig í köfunarferðum til þess að berja bláháfa (e. blue shark) augum. Breska landhelgisgæslan var kölluð til aðstoðar vegna árásarinnar kl.12.30 í dag. Miðað við yfirlýsingar fyrirtækisins slasaðist konan ekki alvarlega en talið er að hún hafi verið bitin í fótinn. Þá liggur ekki fyrir af hvaða tegund hákarlinn var sem réðst á konuna.

Hákarlaárásir þekkjast varla við Bretlandseyjar en samkvæmt umfjöllun Daily Mail eru 175 ár liðin frá þeirri síðustu. Í umfjölluninni er haft eftir hákarlasérfræðingnum Richard Peirce að villt dýr eins og hákarlar geti verið óútreiknanleg og því þurfi að gæta fyllstu varúðar. Að öllum líkindum hafi verið um forvitni dýrsins að ræða.

„Ég vona að hann sárið hafi verið smávægilegt. Ef um bláháf var að ræða þá þarf það þó ekki að vera enda geta þeir valdið miklum skaða,“ er haft eftir Peirce, sem hefur sjálfur skipulagt slíkar köfunarferðir síðan árið 2006.

Blóði er skvett í sjóinn til að laða hákarlana að sem mæti því á svæðið í matarleit. Því þurfi að huga vel að öllum öryggisatriðum.

Ferðaþjónustu Blue Shark Snorkel Trips sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins á Facebook-síðu sinni þar sem staðfest var að upp hafi komið atvik í ferð á vegum fyrirtækisins. Í henni kom fram að forðast þyrfti getgátur varðandi málið sem og slæmar umfjallanir um hákarla sem ættu nógu erfitt uppdráttar í fjölmiðlum. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvað gerðist í samráði við hákarlasérfræðinga,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá var fullyrt að sú slasaða hefði sjálf gengið frá borði og að sjúkraliðum auk þess sem nafnlaus yfirlýsing viðkomandi fylgdi með.
„Ég vil bara að það komi fram að jafnvel í ljósi þess hvernig fór þá var ótrúlegt að fá að sjá svo tignarlegar skepnur í sínu náttúrulega umhverfi. Ég vil ekkert síður en að þetta óhapp verði til þess að skuggi falli á orðspor þessara dýra sem eiga nógu erfitt uppdráttar. Ég vil þakka öllum fyrir hjálpina. Þetta ógnvekjandi atvik varð mun auðveldara útaf góðvild og ró þeirra sem stóðu mér nærri.“

Bláháfar slæðast nokkuð reglulega til Íslands og hafa átt það til að lenda í netum hjá íslenskum sjómönnum. Þeir eru í hópi tíu hættulegustu hákarlategunda heims enda tegundin afar útbreidd. Helst fæða bláháfsins eru smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar en hann étur einnig ýmsa fiska sem finnast í uppsjónum og gerir auk þess tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við og eru menn þar ekki undanskildir.

Á vef Vísindavefsins er hægt að fræðast nánar um bláháfa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump