fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 20:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlar reykja meira og drekka meira en konur en það er ekki ástæðan fyrir að þeir eiga frekar á hættu að fá krabbamein. Ástæðan er eðlislægur líffræðilegur munur á kynjunum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til 300.000 miðaldra og eldri Bandaríkjamanna, karla og kvenna. Daily Mail segir að niðurstaðan hafi verið að karlar séu tvisvar sinnum líklegri til að fá krabbamein en konur. Það átti einnig við þegar búið var að taka tillit til lífsstílsþátta.

„Þetta bendir til að það sé eðlislægur líffræðilegur munur á kynjunum og að það hafi áhrif á næmni þeirra fyrir krabbameini,“ sagði Dr Sarah Jackson, farsóttafræðingur við the National Cancer Institute.

Daily Mail segir að vísindamenn telji að munur á genum, hormónum og ónæmiskerfinu leiki ákveðið hlutverk í þessum muni á milli kynjanna.

Vísindamennirnir rannsökuðu tíðni 21 tegundar krabbameins í 171.274 körlum og 122.826 konum. Fólkið var á aldrinum 50 til 71 árs og náði rannsóknin yfir tímabilið 1995 til 2011.

Skjaldkirtils- og gallblöðrukrabbamein var algengara meðal kvenna en allar aðrar tegundir krabbameins voru algengari hjá körlum. Kynbundið krabbamein, til dæmis leghálskrabbamein og blöðruhálskrabbamein, var ekki tekið með í rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu CANCER.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“