fbpx
Sunnudagur 04.desember 2022
Pressan

Eldgosið vekur athygli hinum megin á hnettinum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 17:11

Frá eldgosinu í Merardölum. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið í Meradölum hefur vakið athygli og undrun um allan hnöttinn. Fréttirnar af gosinu hafa borist alla leið til Ástralíu þar sem vefmiðillinn news.com.au fjallaði um það. „Tugir þúsunda hafa lagt leið sína eftir bröttum og ójöfnum stíg til að koma auga á virkt eldfjall eftir að það gaus í síðustu viku, spúandi brennandi kviku upp í himinninn,“ stóð í umfjöllun News og virðist vitna Ástralarnir í Þorvald Þórðarsson eldfjallafræðing.

Franska fréttastofan France24 fjallaði einnig um eldgosið og sagði söguna af bandaríska ferðamanninum Hather Hoff sem gerði sér leið að gosinu í síðustu viku og sagði að það væri lífsmarkmið hjá henni að sjá kviku. „Ég þurfti að sitjast niður og gráta örlítið því þetta er svo fallegt, svo miklar tilfinningar. Þetta er hrátt afl plánetunnar okkar,“ hafði hún að segja.

Gulf News, helsti fréttamiðill Sameinuðu arabísku furstadæmanna á ensku, birti einnig margar myndir af eldgosinu og lýsti því sem dáleiðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Í gær

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrennt handtekið eftir að tvö barnslík fundust í heimahúsi

Þrennt handtekið eftir að tvö barnslík fundust í heimahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður

Morðgátan í Idaho – „Lýsti inn í húsið“ – Hundur drepinn og fláður