fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Flugliðar segja hverju fólk á aldrei að klæðast um borð í flugvél

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 11:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar haldið er út á flugvöll á leið til útlanda eiga margir sér þann draum að verða svo heppnir að vera færðir upp á betra farrými. En það eru fáir útvaldir sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi. Flugliðar segja að flestir flugfarþegar eyðileggi möguleikann á uppfærslu fyrir sjálfum sér áður en þeir yfirgefa heimili sitt. Ástæðan er fatavalið.

Það getur verið snúið að finna rétta fatnaðinn fyrir flugferð. Hann þarf að vera þægilegur, halda hita á þér ef það er kalt í vélinni en um leið má hann ekki vera of hlýr ef áfangastaðurinn er hlýr.

Margir skella sér í buxur og strigaskó og pakka gömlu peysunni niður í tösku. En miðað við það sem flugliðar segja þá getur það verið þess virði að staldra aðeins við hvað varðar fatavalið, að minnsta kosti ef þú vilt eiga möguleika á uppfærslu á betra farrými.

Í samtali við WhoWhatWear sögðu flugliðar að gallabuxur og strigaskór séu algjör bannvara ef þú vilt eiga möguleika á uppfærslu. Liverpool Echo skýrir frá þessu.

Þeir sögðu að þegar kemur að því að færa fólk upp á betra farrými sé það útlitið, klæðaburðurinn sem skipti máli. Fólk þurfi að vera vel klætt en samt sem áður ekki of fínt. „Þú ættir að líta út eins og þú ferðist oft. En ekki vera í merkjavöru,“ sögðu þeir meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira