fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Læknir handtekinn fyrir að nauðga konu í keisaraskurði

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 11. júlí 2022 19:30

Giovanni Quintella Bezerra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svæfingalæknir í Brasilíu, Giovanni Quintella Bezerra, hefur verið handtekinn, grunaður um nauðgun. Á öryggismyndavél sést læknirinn setja getnaðarlim sinn í munn konu sem var á leið í keisaraskurð.  Árásin átti sér stað í gær.

Læknirinn er 32 ára og lauk sérfræðinámi sínu sem svæfingalæknir fyrir aðeins tveimur mánuðum síðan.

Starfsfólk sjúkrahússins Hospital da Mulher í Rio de Janeiro hafði haft áhyggjur af hversu stóra lyfjaskammta Bezerra gaf sjúklingum sínum. Starfsfólk skurðstofu hafði enn fremur tekið eftir furðulegri hegðun læknisins við aðgerðir og grunaði að eitthvað væri ekki allt með felldu , þótt ekki væri vitað nákvæmlega hvað.

Ákvað starfsfólkið  að koma upp myndavél á skurðstofunni án hans vitneskju.

Bezerra var viðstaddur tvær aðrar aðgerðir fyrr um daginn en erfiðlega hafði gengið upp að setja upp myndavélina. Þegar að þriðju aðgerð dagsins kom var loksins búið að koma myndavélinni fyrir svo unnt væri að fylgjast með Bezerra.

Sér til mikillar skelfingar sá starfsfólk Bezerra setja lim sinn í munn meðvitundarlausrar konunnar, innan við einn metra frá öðrum læknum og hjúkrunarfólki sem var að búa sig undir skurðinn. Aðeins tjaldið sem sett er upp við slíkar aðgerðir var þar á milli. Alls stóð árásin á konuna í tíu mínútur.

Upptökunni hefur verið lekið á samfélagsmiðla eins og hér má sjá:

 

Lögregla hefur hrósað starfsfólki sjúkrahússins fyrir aðgát sína og hafa sýnt það frumkvæði að setja upp eftirlitsmyndavélina.

Heilbrigðisyfirvöld segja að hafin sé rannsókn á málinu og hafi fórnarlambið og fjölskylda hennar þegar í stað verið fengið aðhlynningu og áfallahjálp.

Yfirvöld leita nú að öðrum hugsanlegum fórnarlömbum Bezerra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“