fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Frekjukast barnsins bjargaði fjölskyldunni frá dauða

Pressan
Mánudaginn 27. júní 2022 19:30

Húsið er næstum eyðilagt eftir sprenginguna Mynd/PA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Birmingham í Bretlandi getur þakkað frekjukasti átta ára stúlku líf sitt eftir að hús þeirra sprakk í loft upp í gær. Sprenging af völdum gaslega í annarri íbúð hússins varð til þess að annar íbúinn lést en hinn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi. 

Amman, Nadine og dæturnar tvær

Undir venjulegum kringumstæðum hefði Nadinu Foster verið að koma börnum sínum tveimur, Kenayah, átta ára, og Ja’nae, sex ára, í háttinn á þeim tíma sem sprengingin varð. Þau voru aftur á móti ókomin heim frá móður Nadine og ömmu barnanna þar sem Kenayah hafði harðneitað að fara í skó þegar huga átti að heimferð.   

Amman hafði boðið Nadine og börnunum í kvöldmat og fljótlega eftir hugðist Nadine heim með börnin til að koma þeim snemma í rúmið enda skóladagur framundan. 

Kenayah henti sér aftur á móti öskrandi í gólfið og harðneitaði að klæða sig í skóna. Það tók Nadinue þó nokkurn tíma að tala telpuna til en töfin varð þeim til lífs. 

Nágrannar heyrðu gríðarlega sprengingu. Einum nágrannanna tókst að draga mikið slasaðan einstakling frá húsinu en fljótlega breiddist út mikill eldur og ekki var unnt að bjarga konu hans. Húsið er tvíbýli og bjó Foster fjölskyldan í hinni íbúðinni sem nú er óíbúðarhæf.

Einn lést og annar liggur alvarlega slasaður.

,,Við misstum allt nema fötin utan af okkur. En við erum á lífi og það er það eina sem máli skiptir,” sagði Nadine Foster í samtali við fjölmiðla á dag. Móðir hennar bætti því við að hún liti á það sem ekkert minna en kraftaverk að barnabarn hennar hefði neitað að fara heim. Herbergi telpnanna er rétt við rýmið þar sem sprengingin varð og líklegt að þær mæðgur hefði farist hefðu þær verið heima líkt og venjulega. 

 Nadine og börnunum hafa nú fengið vist á hóteli þar til unnt er að finna þeim varanlegra húsnæði. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið