fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:00

Thule herstöðin. Mynd: EPA-EFE/

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá bandarískum stjórnvöldum kemur fram að fyrirhugað sé að nota milljarða dollara til að styrkja stöðu Bandaríkjanna á Norðurheimskautinu. Meðal annars er fyrirhugað að setja fjármagn í Thulestöðina á Grænlandi þar sem Bandaríkjamenn hafa verið með herstöð áratugum saman.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í þeim hlutum skýrslunnar sem er hægt að lesa en hún er að stórum hluta ritskoðuð. Bandarísk stjórnvöld staðfestu við miðilinn að endurbætur verði gerðar á Thulestöðinni. Í yfirlýsingu frá bandaríska flughernum, sem Berlingske fékk hjá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, kemur fram að búnaður stöðvarinnar sé orðinn gamall. Að öðru leyti er ekki skýrt frá hvað stendur til að gera í herstöðinni.

Miðillinn segir að hvorki grænlenska stjórnin né danska þingið viti hvað Bandaríkjamenn ætla að gera. Samkvæmt samningi Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur um Thulestöðina eiga bandarísk yfirvöld að ráðfæra sig við dönsk og grænlensk yfirvöld hvað varðar umtalsverðar breytingar á starfsemi bandaríska hersins á Grænlandi. Bandaríkin þurfa þó ekki að biðja um leyfi til breytinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið