fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

Mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum – Hefur borðað Big Mac daglega í 50 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:00

Donald Gorske með Big Mac. Mynd:Heimsmetabók Guinness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má líklega segja að Donald Gorske, frá Minnesota í Bandaríkjunum, sé mesti aðdáandi McDonald’s í heiminum og traustasti viðskiptavinur fyrirtækisins. Hann hefur borðað Big Mac nær daglega síðustu 50 árin og ekki nóg með það hann hefur skráð þetta allt hjá sér.

Hann byrjaði að skrá þetta hjá sér þegar hann fékk sér fyrsta Big Mac borgaranna þann 17. maí 1972.  Þann 17. maí 2011 náði hann þeim áfanga að hafa borðað 25.000 Big Mac og í vikunni gat hann „fagnað“ því að hafa borðað Big Mac nær daglega í 50 ár. Samtals hefur hann sporðrennt 32.943 Big Mac.

„Ó, ég hef aðeins misst átta daga úr á 50 árum sem er ótrúlegt. Eins og ég segi þá tel ég alla Big Mac. Ég hef talið alla Big Mac sem ég hef borðað á ævinni og á skrá yfir það frá fyrsta degi,“ sagði hann í samtali við CNN.

Það er langt síðan hann komst í Heimsmetabók Guinness fyrir þetta. Þar segir að hann borði yfirleitt tvo Big Mac á dag.

Hann er svo upptekinn af þessu að hann á hverja einustu kvittun fyrir kaupum á Big Mac frá upphafi og ekki nóg með það, hann á hvern einasta kassa undan hamborgurunum frá upphafi. Hann er því með 50.000 kassa, undan Big Mac, heima hjá sér.

Hann geymir alla kassa utan af hamborgurunum. Mynd:Heimsmetabók Guinness
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Forseti Kína opnar fyrir „sérstakar hernaðaraðgerðir“

Forseti Kína opnar fyrir „sérstakar hernaðaraðgerðir“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hryllingurinn í Hollandi – Misþyrmdi börnunum sínum til að losa þau við „illa anda“

Hryllingurinn í Hollandi – Misþyrmdi börnunum sínum til að losa þau við „illa anda“