fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

12 ára drengur skrifaði bréf til Zelenskyy – Átti ekki von á þessum viðbrögðum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 14:00

Thomas með bréfið frá Zelenskyy. Mynd:Breska menntamálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og svo mörg börn víða um heim heyrði Thomas Handley, 12 ára, sem býr í Durham, sem er sunnan við Newcastle á Englandi um stríðið í Úkraínu. Þegar ákveðið var í skólanum hans, Durham Trinity School, að senda ýmsar nauðsynjar til nauðstaddra Úkraínumanna fékk Thomas hugmynd. Hann skrifaði bréf til Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, til að sýna honum stuðning sinn og bætti við að hann væri ánægður með að geta hjálpað Úkraínu á erfiðum tímum. Hann teiknaði síðan úkraínska fánann á bréfið.

Hvorki hann né nokkur annar í skólanum hefði getað ímyndað sér hvað gerðist mánuði síðar. Þá barst bréf til Thomas skrifað af Zelenskyy sjálfum.

Breska menntamálaráðuneytið skýrði frá þessu á Twitter.

Fram kemur að starfsfólk flóttamannamiðstöðvar einnar í Póllandi, þangað sem sendingin frá skóla Thomas barst, hafi fundið bréfið og ákveðið að senda það áfram. Það var gert og á einhvern hátt rataði það til Zelenskyy sem fann sér smá tíma í þétt setinni dagskrá sinni til að svara Thomas.

„Það, sem þú segir í bréfi þínu, og það sem Bretland hefur gert til að styðja, kallar fram bros hjá mér og mörgum öðrum,“ segir meðal annars í bréfi forsetans.

Að vonum átti Thomas erfitt með að trúa eigin augum þegar bréfið barst. „Hann vill ekki sleppa bréfinu. Þetta kom honum algjörlega í opna skjöldu“ sagði Robin Haddon, kennari hans, í samtali við ITV.

„Fyrstu viðbrögð hans voru að sýna öllum í skólanum þetta. Hann gekk á milli bekkja. Þetta er svo ótrúlegt. Við erum svo ótrúlega stolt,“ bætti Haddon við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn