fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tugir Norðmanna meðal fórnarlamba stórfellds þjófnaðar á rafmynt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 07:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars stálu norðurkóreskir tölvuþrjótar rafmynt að verðmæti sem svarar til um 80 milljarða íslenskra króna. Rafmyntinni náðu þeir í gegnum tölvuleikinn Axie Infinity. Norska efnahagsbrotalögreglan telur að um 750 Norðmenn séu meðal fórnarlambanna í málinu og hafi þrjótarnir stolið sem nemur um 700 milljónum íslenskra króna frá þeim.

Dagbladet segir að á fréttamannafundi efnahagsbrotadeildarinnar í gær hafi verið tilkynnt að deildin rannsaki nú málið í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna FBI. Vonast yfirvöld til að finna rafmyntina áður en búið verður að „hvítþvo“ hana og koma þannig í umferð.

Marianne Bender, ríkissaksóknari, sagði að tölvuþrjótarnir hafi nú þegar hrundið umfangsmiklum peningaþvættisaðgerðum í framkvæmd. Það þurf að koma rafmyntinni í gegnum slíkt ferli til að hún verði að peningum í höndum þrjótanna.

FBI telur að tölvuþrjótarnir starfi á vegum norðurkóresku leyniþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?