fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Erum við ein í alheiminum? Uppsetning öflugasta útvarpssjónauka heims er hafin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 22:00

ALMA útvarpssjónaukinn í Chile. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þriggja áratuga þróunar- og undirbúningsvinnu er bygging á stærsta og öflugasta útvarpssjónauka heims hafin í Ástralíu. Rannsóknarstöðin hefur fengið nafnið Square Kilometra Array, SKA, og er verkefnið sagt vera eitt stærsta vísindaverkefni aldarinnar.

The Guardian segir að þegar því sé lokið geti vísindamenn horft langt aftur í tímann, til þess tíma þegar fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust. Einnig verður hægt að rannsaka hulduefni og af hverju alheimurinn þenst út. Einnig verður hugsanlega hægt að leita að lífi utan jarðarinnar.

SKA verður átta sinnum næmari en þeir sjónaukar sem fyrir eru og getur rannsakað himingeiminn 135 sinnum hraðar. Sjónaukinn er í tveimur hlutum, annar verður í vesturhluta Ástralíu en hinn í Karoo í Suður-Afríku.

Sarah Pearce, forstjóri SKA-Low, segir að rannsóknarstöðin muni skipta miklu máli við stjörnufræðirannsóknir næstu hálfu öldina, hún muni kortleggja fæðingu og dauða vetrarbrauta, leita að nýjum gerðum þyngdarbylgja og víkka mörk þess sem við vitum um alheiminn.

Hún sagði að sjónaukarnir verði svo næmir að þeir geti fundið flugvallarratsjá á plánetu á braut um stjörnu í margra ljósára fjarlægð. Þeir geti því hugsanlega svarað stærstu spurningu allra tíma: „Erum við ein í alheiminum?“

Vísindamenn hafa sagt að sjónaukarnir munu valda byltingu í stjörnufræði og séu stór áfangi á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 1 viku

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð