fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 14:02

Baldur Þórhallsson var gestur hlaðvarpsins Brotkasts í umsjón Frosta Logasonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor, sagði í viðtali í þættinum Spursmál á Mbl.is að hann myndi ekki hvað hann hefði kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur um Icesave.

Ummælin vöktu mikla athygli og drógu margir í efa að Baldur, sem var virkur álitsgjafi um samningana í aðdraganda þeirra.

Baldur var gestur í Spjallinu með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast um helgina þar sem hann var spurður nánar út í ummælin og hvort að hann teldi líklegt að kjósendur myndu trúa honum.

„Ég veit það ekki en ég bara svara alltaf sannleikanum samkvæmt. Ég kann ekki annað,” sagði Baldur.

Upplifði þrýsting um að styðja við samningana

Baldur fer svo nánar yfir málið í viðtalinu. Hann segir að frá því að málið kom upp hafi hann verið mjög ósáttur við samningaviðræður íslenskra stjórnvalda og hvernig að þeim var staðið.

„Til dæmis að í fyrstu lotu hafi ekki þegar í stað verið fengnir alþjóðlegir sérfræðingar til skrafs og ráðagerða sem þekktu svona alþjóðlega samningagerð við erlenda kröfuhafa,“ segir Baldur og bendir á að það var ekki fyrr en á seinni stigum sem að slíkir sérfræðingar voru kallaðir til.

Fyrri samningurinn hafi svo litið dagsins ljós, sem ekki nokkur maður var sáttur við. „Ekki einu sinni stjórnvöld sjálf sem gengust við honum og ákváðu að skrifa undir hann” segir Baldur.

­„Ég man það svo vel að mér fannst á þessum tíma að einstakir ráðherra í ríkisstjórnin stóðu ekki með samningnum hvorki hér heima né erlendis og ég upplifði þá og kollegar mínir við Háskóla Íslands, sérstaklega í viðskipta- og hagfræðideildinni en líka við í stjórnmálafræðideildinni, við áttum að vera í fjölmiðlum og það var ætlast til þess að við skýrðum út kosti og galla samningsins. Við vorum beðnir um það og þá gerir maður það skynsamlega út frá fræðunum,” segir Baldur.

Á þessum tíma var hann varaþingmaður Samfylkingarinnar en sat aðeins nokkra daga á þingi, að eigin sögn. Það hafi haft áhrif á hann.

„Ég upplifði þrýsting á því að styðja við samningana en á sama tíma og mér fannst einstaka ráðherrar flokksins ekki vera að gera það því þeir ætluðu ekki að skaðast á því að fara inn í þessa umræðu um fyrsta samninginn sem engum fannst góður, ég held ekki einu sinni þeim sjálfum,” segir Baldur.

Íhugaði já, nei og að skila auðu en man ekki endanlegt svar

Eins og frægt varð neitaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að skrifa undir samninginn og var hann í kjölfarið felldur með yfirgnæfandi meirahluta í þjóðaratkvæða. Þá var aftur sest að samningaborðinu og Icesave-samningur tvö leit dagsins ljós.

Sá samningur hafi verið skárri og þess eðlis, að sögn Baldurs, að mögulega hafi verið hægt að skrifa undir hann með óbragð í munni.

„Ég fór þá til dæmis yfir, bæði varðandi fyrri samninginn og þennan seinni, hvaða áhætta fólst í því að samþykkja ekki samninginn, að hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu,” segir Baldur.

Hann fer svo stuttlega yfir þrjá hluti sem hann óttaðist á þeim tíma ef við stæðum ekki við skuldbindingar okkar.

  • Að erlend fjárfesting myndi dragast saman á Íslandi
  • Að trúverðugleiki Íslands myndi skaðast þegar stjórnvöld hafi gert alþjóðlegan samning sem væri síðan ekki virtur.
  • Það kom erlendum aðilum í opna skjöldu að forsetinn skyldi stíga inn í málið, réttilega að sögn Baldurs, og neita að skrifa undir samninginn.

„Þetta skapaði óvissu og veikti stöðu Íslands tímabundið í alþjóðamálum,“ segir Baldur.

Hann hafi því, eins og öll þjóðin, verið mjög efins um hvað ætti að kjósa í seinni atkvæðagreiðslunni enda langaði engum að samþykkja samninginn en áhyggjur af mögulegum afleiðingum hafi verið réttmætar. Annar valkostur var að skila auðu.

„Ég velti því mikið fyrir mér. Allt fram á síðasta dag. Og ég bara einfaldlega, í sannleika sagt. Ég bara man ekki hvað ég gerði. Ef ég hefði sagt eitthvað annað [í viðtalinu við Spursmál í Morgunblaðinu fyrir helgi] þá hefði ég sagt ósatt. Ég er kannski bara of heiðarlegur fyrir þessa kosningabaráttu því ef ég hefði sagt eitthvað annað þá hefði ég ekki sagt satt,“ segir Baldur.

Annað að vera forseti en fræðimaður

Varðandi hvað hann hefði gert í forsetastóli þá segir Baldur að það hafi verið allt annað mál að tjá sig um málið sem fræðimaður en að taka ákvörðun  um það sem forseti Íslands.

„Forseti Íslands verður alltaf að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga,” segir Baldur. Telur hann að í ljósi þess að Ólafur Ragnar mat samningana svo íþyngjandi fyrir landsmenn að þá hafi hann í raun orðið að visa samningnunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Hann var kannski ekki beint að segja hvað þjóðin ætti að gera, af eða á. Hann var að segja að ef þjóðin ætlar að taka á sig þessar miklu byrðar þá verður hún að ákveða það, ekki þingheimur,“ segir Baldur og ítrekar að Ólafur Ragnar hafi haft rétt fyrir sér í báðum tilvikum að visa málunum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hér má sjá brot úr viðtalinu við Baldur:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“