Í maga mannsins fundu þeir 187 smápeninga sem vógu samtals um 1,5 kíló.
Það var því kannski engin furða að maðurinn væri með magaverki og uppköst.
Maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, hafði gleypt myntina á tveggja til þriggja mánaða tímabili.
Mirror hefur eftir Eshwar Kalaburgi, lækni, að maðurinn hafi verið með uppköst og magaverki þegar ættingjar hans komu með hann á sjúkrahúsið. Vegna sjúkdómseinkennanna hafi röntgenmyndir verið teknar af maga hans og ristilskoðun framkvæmd. Þá hafi myntin sést. Því hafi verið ákveðið að skera hann upp og fjarlægja myntina.
Aðgerðin tók um tvær klukkustundir. Maðurinn er nú á batavegi.