The Guardian segir að lögreglan hafi verið kölluð að húsi í Wildmill, Bridgend, á áttunda tímanum á laugardagskvöldið og í framhaldi af því hafi lík tveggja kornabarna fundist.
Karlarnir, sem eru 37 og 47 ára, og kona, sem er 29 ára, voru handtekin, grunuð um að leyna barnsfæðingu.
Lögreglan hefur ekki veitt neinar nánari upplýsingar um málið svo ekki er vitað hversu langt er síðan börnin létust eða hverjar kringumstæðurnar voru.