fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Pressan

Warren Buffett kom á óvart – Gaf 106 milljarða til góðgerðarmála

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 08:00

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 92 ára milljarðamæringur og mannvinur Warren Buffet hefur á hverju ári síðan 2006 gefið háar upphæðir til mannúðarmála. Fimm samtök hafa notið góðs af gjafmildi hans. Í síðustu viku kom hann mjög á óvart þegar hann gaf hlutabréf að verðmæti 750 milljóna dollara til mannúðarmála.  Þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur svo háa fjárhæð tvisvar á sama árinu.

CNBC skýrir frá þessu og segir að Buffett hafi tilkynnt um gjöfina á þakkargjörðardaginn á fimmtudaginn.

Gjöfin fer meðal annars til Susam Thompson Buffett Foundation sem er sjóður nefndur eftir fyrstu eiginkonu Buffett. Að auki renna peningar í kassa þriggja sjóða sem börn Buffett stýra.

Auður Buffett er metinn á sem svarar til um 14.000 milljarða íslenskra króna.

Hann strengdi þess heit 2006 að fram að andláti sínu muni hann gefa 99% af auðæfum sínum til mannúðarmála.

Hann hefur allar götur síðan gefið háar fjárhæðir einu sinni á ári til Susan Thompson Buffett Foundation auk sjóðanna þriggja sem börn hans stýra. Að auki hefur hann gefið háar fjárhæðir til Bill and Melinda Gates Foundation.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum
Pressan
Í gær

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana
Pressan
Í gær

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar
Pressan
Í gær

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu