fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Tveir Rússar framseldir til Bandaríkjanna – Stóðu á bak við stærsta ólöglega „bókasafn“ heims

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 21:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru Rússarnir Anton Napolsky og Valeriia Ermakova handtekin í Argentínu. Bandaríska alríkislögreglan hafði lýst eftir þeim í byrjun mánaðarins. Þau eru grunuð um að hafa rekið stærsta ólöglega „bókasafn“ heims.

Bókasafnið nefnist „Z-library“ og hefur það fengið mikla athygli á TikTok.

Margir hafa líklega á einhverjum tímapunkti í lífi sínu hlaðið niður kvikmynd eða sjónvarpsþáttum á ólöglegum vefsíðum. En rússneska parið gekk skrefinu lengra því í rúman áratug virðast þau hafa rekið stærsta ólöglega „bókasafn“ heims með sjóræningjaeintökum af rafbókum. Þær stóðu fólki til ókeypis afnota. The Verge skýrir frá þessu.

Fram kemur að parið sé sakað um brot á höfundarrétti, peningaþvætti og svik. Búið er að loka bókasafninu varanlega.

Í safninu voru rúmlega 11 milljónir ólöglegra rafbóka og vísindagreina. Hægt var að lesa allt þetta efni ókeypis og hlaða því niður. Námsmenn voru mjög hrifnir af safninu því þar gátu þeir fundið margar bækur til að nota í námi sínu.

Vinsældirnar jukust mikið síðustu mánuði vegna þeirrar athygli sem safnið fékk á TikTok.

Myndbönd með myllumerkinu „zlibrary“ hafa fengið rúmlega 21 milljón áhorf á TikTok. Þessar vinsældir eru einmitt ein aðalástæðan fyrir því að augu yfirvalda fóru að beinast að safninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf