fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Leyndardómurinn um Börnin í skóginum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 20:30

Bein barnanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar 1953 fundust tvær beinagrindur í afskekktum stað á skósvæði almenningsgarðs í Vancouver í Kanada. Starfsmaður garðsins var að sinna hefðbundnu eftirlit þegar hann steig á eitthvað og heyrði brothljóð.

Hann leit niður og sá sér til hryllings að hann hafði stigið á mannabein sem lágu undir kvenmannskápu.

Afdrifarík mistök

Um var að ræða beinagrindur af börnum. Hópur sérfræðinga á vegum lögreglu fór af nákvæmni í gegnum allt svæðið um kring og fann tvo leifar af tveimur barnahjálmum, fatnað, nestiskörfu og öxi, sem reyndist síðar vera morðvopnið. 

Styttur voru gerðar eftir höfuðkúpum barnanna.

Við meinafræðirannsókn var áætlað börnin hefðu verið um sex ár í skóginum og um væri að ræða dreng og stúlku. Sú niðurstaða átti síðar eftir að hafa mikil áhrif á rannsókn málsins. 

Börnin fengu viðurnefnið Börnin í skóginum. Um er að ræða eitt elsta, ef ekki elsta óleysta morðmál Kanada.

Varð að þjóðsögu

Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tók ekki að finna út hver börnin væru og engin tilkynning hafði borist lögreglu um týnd börn. Ýmislegt annað var reynt að gera, eins og láta gera teikningar og styttur af börnunum eins og þau hefðu hugsanlega litið út en aldrei gaf neinn sig fram sem gat gefið upplýsingar um hver þau væru. 

Derek og David voru sex og sjö ára þegar þeir voru myrtir.

Fjöldi kenninga um myrtu börnin í skóginum áttu eftir að koma fram og smám saman varð málið að eins konar þjóðsögu. 

Loksins niðurstöður

En því má aldrei að gleyma að um var að ræða tvö lítil börn sem í raun og sann voru myrt á hrottafengin hátt. 

Árið 1996 var DNA tækni komin á gott skrið og við slíka rannsókn kom í ljós að báðar beinagrindurnar voru af drengjum á aldrinum sex til tíu ára.

Það gjörbreytti rannsókninni að nú var leitað að nöfnum tveggja drengja, ekki drengs og stúlku. 

Í fyrra sendi lögregla beinin til Redgrave stofnunarinnar sem sérhæfir sig í erfaðfræðirannsóknum. Bein drengjanna voru illa farin eftir sjö áratugi og erfitt að finna nothæft DNA.

En sérfræðingarnir gáfust ekki upp og nú í ár kom loksins út skýrsla um niðurstöður.

Derek og David

Tekist hafði að finna út að hálfbræður var að ræða, þeir höfðu átt sömu móður, og fundust nöfn móðurafa og ömmu drengjanna.

Starfsfólk stofnunarinnar hafði samband við afkomendur sem samþykktu að gefa DNA sýni sem staðfesti fyrri niðurstöður. 

Derek og David voru hálfbræður

Með því að finna ættingja í móðurætt var unnt að komast að nöfnum myrtu drengjanna.

Þeir hétu Derek og David D’Alton og voru sex og sjö ára þegar þeir voru myrtir. Þeir bjuggu í sárri fátækt ásamt móður sinni, Doreen, og eldri systur rétt við almenningsgarðinn.

Systir þeirra er enn á lífi en sver fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað varð um yngri bræður sína. Sama má segja um alla aðra eftirlifandi ættingja.

Líklegt en verður aldrei sannað

Enn þann dag í dag er enginn alveg viss um hver myrti drengina. Lögregla er þó nokkuð viss um að náinn fjölskyldumeðlimur hafi myrti þá, og annaðhvort engum sagt eða að þeir fjölskyldumeðlimir sem vissu af ódæðinu hafi þagað fram í rauðan dauðann. Einnig er lögregla þokkalega viss um að eftirlifandi ættingjar segi satt þegar þeir sverja af sér vitneskju um morðið. 

Líklegast hefur sá seki eða þeir seku, svo og þeir sem hugsanlega vissu af morðunum, tekið leyndarmálið með sér í gröfina. 

Doreen með Derek og David.

Móðir þeirra lést árið 1996 en hún hafði ávallt sagt barnaverndaryfirvöld hafa tekið syni sína og trúði til að mynda systir þeirra því.

Aftur á móti finnast engar skýrslu í fórum barnaverndarnefndar um slíkt og reyndar er hvergi minnst á drengina né móður þeirra í öllum þeirra gögnum. 

Það er ólíklegt en þó ekki með öllu útilokað að einhvern tíma verið unnt að leysa málið endanlega flestir telja afar líklegt að það sé rétt sem lögreglu hefur grunað í aldarfjórðung.

Það að Doreen, móðir þeirra Derek og David, hafi myrt syni sína. 

Þótt að enginn verði látinn svara til saka verða litlu drengirnir þó loksins jarðsettir undir eigin nafni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta