fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Reiðir kolkrabbar grýta hlutum vísvitandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 07:30

Kolkrabbar eru mjög greindir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir veiða aleinir, dragast að málmum og éta jafnvel félaga sína. Þetta eru kolkrabbar en lengi hefur verið vitað að þeir eru mjög greindir. Nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að þeir hegða sér ekki alltaf vel. Þeir virðast eiga það til að grýta botnleðju, þörungum og jafnvel skeljum í aðra kolkrabba.

The Guardian segir að vísindamenn, sem voru að rannsaka Octopus tetricus, hafi myndað dýrin þegar þau gripu um brak með örmum sínum og sprautuðu síðan vatni úr sogskálum sínum á hlutina til að þeyta þeim frá sér.

Vísindamennirnir segja að kolkrabbarnir virðist nota þessa aðferð þegar þeir eru að þrífa í kringum sig eða losa sig við skeljar eftir að hafa étið innan úr þeim. En þeir sáust einnig nota þessa aðferð til að kasta í aðra kolkrabba og var ekki annað að sjá en að þetta væri gert vísvitandi.

Peter Godfrey-Smith, prófessor og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þessi hegðun hefði komið mjög á óvart. Sjaldgæft sé að dýr kasti hlutum sem þau hafa sankað að sér. Það sé mjög óvenjulegt að þetta sé gert í vatni og það sé mjög erfitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?