fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Ítölum er brugðið vegna atvinnuauglýsingar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 17:45

Frá Napólí. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum Ítölum er verulega brugðið vegna atvinnuauglýsingar sem birtist nýlega. Þar er auglýst eftir starfsmanni (konu) í afgreiðslu fyrirtækis eins í Napólí.

Fram kemur í auglýsingunni að umsækjendur þurfi að vera undir þrítugu og verði að senda mynd af sér í bikiníi eða sundbol með umsókninni.

La Stampa segir að launin fyrir starfið séu 500 evrur á mánuði sem þykir ansi lítið. En auk þess að fá lág laun þurfa umsækjendur að  senda mynd af sér í bikiníi eða sundfatnaði með umsókninni. Einnig kemur fram í auglýsingunni að leitað sé að „litríkum“ konum sem séu aðlaðandi í útliti.

The Guardian hefur eftir Chiara Marciani, borgarfulltrúa í Napólí, að auglýsingin sé fáránleg: „Þetta er hneyksli og fyrir því eru margar ástæður. Sú fyrsta er að auglýsa eftir konu yngri en 30 ára og bjóða upp á laun sem eru fáránleg og ekki í neinu samræmi við starfið.“

Auglýsingin hefur nú verið dregin til baka og talsmenn fyrirtækisins bera fyrir sig að „óreyndur starfsmaður“ hafi samið þessa „óviðeigandi“ auglýsingu. En málinu er ekki þar með lokið, alls ekki.

Andrea Orlando, atvinnumálaráðherra, hefur nú fengið málið inn á borð til sín og hefur beðið viðeigandi stofnanir að skoða það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu