fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Tékknesk söngkona sem smitaðist vísvitandi af Covid lést vegna Covid

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 20:45

Söngkonan er nú látin. mynd/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tékkneska Hona Horká, þekkt í Tékklandi sem söngkona Asonance, vinsæls tékknesks þjóðlagabands, er látin vegna Covid. Mun Horká hafa látið eiginmann sinn og son, sem voru í einangrun á heimilum þeirra vegna Covid, smitað sig af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Hún var 57 ára gömul.

Þetta kemur fram í frétt CNN um málið. Þar hefur vefurinn jafnframt eftir syni hennar, Jan Rek, að móðir hans hafi einfaldlega langað til þess að „vera búin með Covid.“ Tók hann jafnframt fram að bæði hann og faðir hans séu bólusettir, en móðir hans ekki.  Raunar hafði móðir hans barist af nokkurri hörku gegn notkun bóluefna í landinu. Sagði hann móður sína hafa fengið mikið magn misvísandi upplýsinga „úr sínum hópum,“ og að hún hafi ekki viljað hlustað á rök gegn því sem hún trúði að væri rétt. Rek sagði þó móður sína ekki hafa verið neinn öfgamann. „Hún var alltaf opin fyrir því að fólk fengi að ákveða sín mál sjálft og hún var ekkert á móti öllum bóluefnum,“ bætti hann við.

„Hana langaði bara til þess að fá Covid-passa,“ sagði sonurinn jafnframt, en Covid passar eru í notkun í Tékklandi líkt og víðar í Evrópu. Þannig fá aðeins þeir sem hafa látið bólusetja sig fyrir Covid-19, eða fengið veiruna. Þeir eru jafnframt skilyrði víða fyrir því að fá að sitja til borðs á veitingastöðum, mæta í leikhús eða taka þátt í annars konar viðburðum innandyra.

Rek sagðist þó ekki kenna þeim sem dreifa misvísandi upplýsingum um dauða móður sinnar. „Það er mikilvægt að geta átt samtalið,“ segir hann.

Hér á landi hefur borið á því að einstaklingar reyni að smitast vísvitandi af Covid-19, og virðast það halda í hendur að vilja smitast af Covid og að vilja ekki láta bólusetja sig. Í lok síðasta árs sagði DV til dæmis frá því að Margrét Friðriksdóttir, sem farið hefur mikinn í andstöðu sinni við bóluefni og sóttvarnartakmarkanir, væri að reyna að smitast af veirunni. Nú um miðjan janúar tókst það hjá Margréti og er hún nú í einangrun vegna Covid-19 smits.

Sjá nánar: Magga Frikka reyndi að smitast af Covid en ekkert gekk – Lét smitaða dóttur sína anda á sig og drakk úr sama glasi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa