fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskt herskip sigldi tvisvar inn í danska landhelgi í nótt. Skipið var að sigla í norðanverðu Eystrasaltinu, rétt hjá dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Samkvæmt tilkynningu frá danska hernum var nokkur fjöldi danskra þingmanna og annarra embættismanna á Borgundarhólmi vegna lýðræðishátíðar sem haldin verður þar um helgina. Vísir greinir frá þessu.

Atvikin áttu sér stað klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma og svo aftur nokkrum tímum síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá danska hernum. Skipið yfirgaf landhelgina eftir að danski herinn náði sambandi við það.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherrra Danmerkur tísti um atvikið. „Einstaklega óábyrg, gróf og algjörlega óásættanleg rússnesk ögrun á miðri #fmdk,“ skrifaði hann í tístinu og vísaði til Lýðræðishátíðar Danmerkur sem er haldin hvert ár. Jeppe Kofod og Mette Frederiksen forsætisráðherra verða meðal annarra á eyjunni við hátíðarhöldin.

„Eineltistilburðir virka ekki gegn Danmörku,“ skrifaði Jeppe einnig og bætti við að sendiherra Rússlands hafi strax verið boðaður á fund vegna atviksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið