fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þetta eru dýrustu sjónvarpsþáttaraðir sögunnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júní 2022 22:00

Atriði úr nýju þáttaröðinni um Hringadróttinssögu. Mynd:Amazon Studios

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að nú sé gullöld sjónvarpsþáttaraða. Þær verða sífellt vinsælli enda framleiða hinar ýmsu streymisveitur margar þáttaraðir og sífellt meira fé er lagt í þessa framleiðslu. Baráttan um áhorfendur er hörð og því verða streymisveiturnar að leggja mikið í sölurnar til að standa sig í baráttunni.

En sjónvarpsstöðvarnar eru heldur ekki hættar að framleiða þætti og því eru margir um hitunina. Í gegnum árin hafa þáttaraðir á borð við Game of Thrones og Friends kostað drjúgan skilding í framleiðslu en þær hafa líka skilað miklu í kassann og gera enn.

Pricerunner tók nýlega saman lista yfir tíu dýrustu þáttaraðirnar.

Dýrasta þáttaröðin er Hringadróttinssaga sem streymisveita Amazon tekur til sýninga í september. Þríleikirnir um Hringadróttinssögu og Hobbitann slógu svo sannarlega í gegn í kvikmyndahúsum og voru meðal dýrustu kvikmynda sögunnar. Í nýju þáttaröð Amazon er ekkert til sparað og kostnaðurinn við hvern þátt er sem nemur 8 milljörðum íslenskra króna!

Nýja þáttaröðinni um Hringadróttinssögu er sú dýrasta í sögunni. Mynd:Amazon Studios

 

 

 

 

 

Í öðru sæti er nýjasta þáttaröðin af Stranger Things frá Netflix. Hver þáttur kostaði þó „aðeins“ sem nemur um 4 milljörðum íslenskra króna!

Stranger Things er á Netflix.

 

 

 

 

 

Í þriðja sæti eru þáttaraðir sem falla undir Marvel Cinematic Universe (MCU) hjá Disney+. Hver þáttur í þáttaröðunum um Loka, The Falcon and the Winter SoldierWandaVision og Hawkey kostaði sem nemur 3,1 milljarði íslenskra króna að meðaltali.

Tom Hiddleston í hlutverki Loka.

 

 

 

 

 

Í fjórða sæti er þáttaröðin the Pacific sem Steven Spielberg og Tom Hanks gerðu fyrir HBO 2010. Ekkert var til sparað til að gera orustur úr síðar heimsstyrjöldinni sem raunverulegastar. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 2,6 milljarða íslenskra króna.

Það kemur kannski sumum á óvart að Game of Thrones er „bara“ í fimmta sæti listans. Þetta er ein umtalaðasta og vinsælasta sjónvarpsþáttaröð síðasta áratugs. Hver þáttur kostaði HBO að meðaltali sem svarar til 1,9 milljarða íslenskra króna í framleiðslu.

Þættirnir Game of Thrones sem allir virðast elska.

 

 

 

 

 

 

Í sjötta sæti er The Mandalorian sem Disney+ framleiddi. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,8 milljarða íslenskra króna.

Sjöunda dýrasta þáttaröðin er frá Apple TV+ og heitir See. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,8 milljarða íslenskra króna.

Apple TV+ framleiddi einnig áttundu dýrustu þáttaröðina en það er The Morning Show. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,8 milljarða íslenskra króna.

Í níunda sæti er ER sem skartaði meðal annars Geoge Clooney í aðalhlutverki á sínum tíma. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1994 til 2009 af NBC. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,6 milljarða íslenskra króna.

The Crown frá Netflix er í tíunda sæti. Hver þáttur kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,6 milljarða íslenskra króna í framleiðslu.

Úr The Crown. Mynd:Netflix

 

 

 

 

 

 

 

Svo nokkrar aðrar þáttaraðir séu nefndar þá kostaði hver þáttur af Friends að meðaltali sem svarar til um 1,3 milljarða íslenskra króna. Hver þáttur af Band of Brothers kostaði sem svarar til um 1,5 milljarða íslenskra króna og hver þáttur af Westworld kostaði að meðaltali sem svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar