fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Átök glæpagengja á Haíti hafa kostað á annað hundrað manns lífið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 12:30

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök glæpagengja í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, hafa kostað að minnsta kosti 150 manns lífið síðan átökin brutust út í apríl. Sum fórnarlambanna voru brennd lifandi.

Mannréttindasamtökin National Human Rights Defense Network (RNDDH) skýra frá þessu. Segja samtökin að morðin hafi átt sér stað frá því 24. apríl og fram í byrjun maí. Margar konur og stúlkur eru meðal fórnarlambanna og var þeim flestum nauðgað áður en þær voru myrtar að sögn samtakanna.

Samtökin segjast vita um eina fjöldagröf þar sem líkamsleifar 30 manns er að finna. Meðlimir glæpagengja eru sagðir hafa grafið fólkið í gröfinni eftir að líkin höfðu verið skilin eftir á götu úti til að rotna. Öðrum líkum hefur verið hent í brunna eða holræsi.

Að minnsta kosti 9.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Hefur fólkið leitað skjóls hjá ættingjum eða í kirkjum eða skólum.

Glæpagengi hafa herjar í fátækustu hverfum borgarinnar áratugum saman en á síðustu árum hafa þau hert tök sín á borginni og hafa morð og mannrán færst mjög í vöxt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið