Mannréttindasamtökin National Human Rights Defense Network (RNDDH) skýra frá þessu. Segja samtökin að morðin hafi átt sér stað frá því 24. apríl og fram í byrjun maí. Margar konur og stúlkur eru meðal fórnarlambanna og var þeim flestum nauðgað áður en þær voru myrtar að sögn samtakanna.
Samtökin segjast vita um eina fjöldagröf þar sem líkamsleifar 30 manns er að finna. Meðlimir glæpagengja eru sagðir hafa grafið fólkið í gröfinni eftir að líkin höfðu verið skilin eftir á götu úti til að rotna. Öðrum líkum hefur verið hent í brunna eða holræsi.
Að minnsta kosti 9.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Hefur fólkið leitað skjóls hjá ættingjum eða í kirkjum eða skólum.
Glæpagengi hafa herjar í fátækustu hverfum borgarinnar áratugum saman en á síðustu árum hafa þau hert tök sín á borginni og hafa morð og mannrán færst mjög í vöxt.