fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Sólin er ekki gul og himininn ekki blár – Fimm „staðreyndir“ sem þú hefur alltaf trúað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 12:00

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg og tryggir okkur meðal annars D-vítamín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólin er ekki gul, himininn er ekki blár, það er enginn sandur í stærstu eyðimörk heims og hæsta fjall í heimi er lægra en Everest. Eða hvað?

Sumt er svo einfalt og fast í huga okkar að við erum ekki í neinum vafa um að það sé satt og rétt. Í grein á vef Guiness World Records er fjallað um fimm atriði sem flestir telja, ranglega, að séu rétt og því sé rétt að fræða fólk um sannleikann.

Mount Everest er hæsta fjall heims. Eða hvað? Tindur Mount Everest er sá fjallstindur sem nær hæst í loft upp því hann er í 8.848 metra hæð yfir sjávarmáli. En það er til hærra fjall hér á jörðinni. Mauna Kea, sem er á Hawaii í Bandaríkjunum, er nefnilega 10.205 metrar á hæð. En Everest nær lengra upp í loftið því um 60% af Mauna Kea er neðansjávar og því nær fjallið „aðeins“ um 4.000 metra yfir sjávarmál. Það er því tæknilega rangt að Everest sé hæsta fjall heims en það er hins vegar það fjall sem nær lengst upp í loftið.

Sólin er gul og himininn er blár. Þetta er „staðreynd“ sem flestir hafa vitað frá barnsaldri þegar þeir teiknuðu gula sól og bláan himinn. En tæknilega séð er þetta ekki rétt. Þrátt fyrir að sólin virðist gul, appelsínugul eða rauð þegar maður horfir á hana þá er hún í raun hvít. Gufuhvolf jarðarinnar gerir að verkum að sólin virðist gul fyrir mannsaugað og þess vegna virðist himininn vera blár að degi til.

Napóleon var lágvaxinn. Þess er oft getið að Napóleon, Frakklandskeisari, hafi verið lágvaxinn og á sumum teikningum af honum er hann sýndur sem frekar lágvaxinn maður. En þetta er frekar flökkusaga en sannleikur því ekki er vitað með vissu hversu hár hann var því að á þeim tíma þegar hann var uppi var annarskonar mælieining notuð í Frakklandi en gert er í dag. Sögulegum heimildum ber ekki saman um hæð hans en talið er að hún hafi verið 157 til 170 cm. Karlmaður í þeirri hæð telst ekki hávaxinn í dag en á tíma Napóleons var meðalhæðin mun lægri en hún er í dag og því var hann í raun meðalmaður á hæð.

„OMG“ er nýtt orðasamband. Flestir kannast eflaust við orðasambandið „OMG“ (Oh my god (guð minn góður)) en líklega hafa fáir heyrt afa sinn og ömmu nota það. En það er þó ekki útilokað að eldri kynslóðin þekki orðasambandið því samkvæmt því sem segir í Oxford English Dictionary var það fyrst notað í bréfi sem var sent til Winston Churchill í september 1917. Sendandinn var hinn 76 ára aðmíráll John Fisher. Það var því ekki neinn unglingur sem notaði það þá. „OMG“ var fyrst notað á Internetinu í september 1994 á fréttaspjalli þar sem einhver skrifaði: „OMG! Hvað sagði ég.“

Sahara er stærsta eyðimörkin í heiminum. Það er rétt að Sahara er stærsta heita eyðimörk heims en eyðimörk er skilgreind sem svæði þar sem nánast engin úrkoma mælist og engin krafa er gerð um að þar sé hiti eða sandur til staðar. Stærsta eyðimörk heims er því ísbreiðan á Suðurskautinu en hún þekur um 98% Suðurskautsins eða 14 milljónir ferkílómetra. Það er ákveðin kaldhæðni í því að stærsta eyðimörk heims sé svæði þar sem 30 milljónir rúmkílómetra af vatni eru frosnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“