fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

150 ár frá stofnun fyrsta þjóðgarðsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 18:00

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var því fagnað að 150 voru liðin frá því að Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum var útnefndur sem fyrsti þjóðgarður heims.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið þáverandi forseti, Ulysses S. Grant, sem hafi staðfest lög sem var ætlað að vernda dýralíf og náttúruna í Yellowstone og var Yellowstone gert að þjóðgarði.

Yellowstone varð þar með fyrsti þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og raunar heiminum öllum. Í dag eru um 4.000 þjóðgarðar í heiminum og eru þeir allir friðuðu náttúruverndarsvæði þar sem plöntu- og dýralíf nýtur verndar.

Í kjölfar þess að Yellowstone var gert að þjóðgarði fór boltinn að rúlla og 1890 voru Sequoia og Yosemite í Kaliforníu gerð að þjóðgörðum. Í dag eru 63 þjóðgarðar í Bandaríkjunum.

Yellowstone þjóðgarðurinn nær yfir tæplega 9.000 ferkílómetra. 96% eru í Wyoming en restin í Montana og Idaho. Nafn þjóðgarðsins er dregið af nafni Yellowstone River sem rennur í gegnum þjóðgarðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“