fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

43 ára gamall Saab seldist fyrir metfé – Aðeins ekinn 7 kílómetra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 11:00

Bíllinn góði. Mynd:Netauktion.se

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saab bifreiðar voru framleiddar í miklu magni og nutu mikilla vinsælda. Það hefur þó farið minna fyrir þeim síðustu árin en áður. En Saab 96 frá 1979 er greinilega eftirsóttur því fyrr í mánuðinum seldist einn slíkur fyrir 500.00 sænskar krónur, sem svarar til 6,9 milljóna íslenskra króna, á uppboði í heimalandinu.

Bíllinn er merkilegur fyrir þær sakir að á þeim 42 árum sem eru liðin síðan hann var seldur í fyrsta sinn þá er aðeins búið að aka honum 7 kílómetra!

„Út frá þeim upplýsingum, sem okkur tókst að afla okkur, þá fékk eigandinn bílinn fluttan með vörubíl heim til sín. Því næst var honum ekið inn í hlöðu, geymdur og gleymdur. Eigandinn var mikið á ferðinni og seldi á mörkuðum og átti marga bíla,“ sagði Frank Gausland hjá netauktion.se að sögn Dagbladet.

Bíllinn virðist hafa staðið inni í hlöðunni í 42 ár. Hann var settur á uppboð þegar eigandi hans lést.

Hann er aðeins ryðgaður en með þvotti og góðu bónlagi var hresst vel upp á útlitið. Það virðist hafa gefið góða raun miðað  við söluverðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“