fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Sérfræðingar vara við ranghugmyndum um Ómíkron – Getur getið af sér hættulegri afbrigði í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 07:58

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar er mun vægara en fyrri afbrigði hennar og veldur því mun minni veikindum en á móti kemur að það er miklu meira smitandi. En þrátt fyrir að Ómíkron sé að vissu leyti góð tíðindi þá megum við ekki sofna á verðinum og halda að öllu sé lokið því ekki er víst að næsta afbrigði veirunnar verði jafn milt.

Þetta segja sérfræðingar sem AP ræddi við. Þeir benda á að eiginleikar Ómíkron auki hættuna á að við munum þurfa að glíma við ný afbrigði í framtíðinni.

Þeir segja einnig rétt að heimsfaraldurinn gæti fjarað út og breyst í faraldur svipaðan og inflúensufaraldrar eru, það er að segja árstíðabundinn faraldur. En þeir hafa einnig ákveðnar efasemdir.

Ástæðan er að í hvert sinn sem einhver smitast af veirunni er mögulegt að hún stökkbreytist. Þar sem Ómíkron er bráðsmitandi þá smitast fleiri af veirunni en áður og það veitir henni tækifæri til að stökkbreytast enn frekar, sérstaklega hjá þeim sem glíma lengi við COVID-19 en það eru oftast eldra fólk eða fólk sem er veikt fyrir af öðrum sjúkdómum. Þetta á sérstaklega við ef þetta fólk er óbólusett.

„Þeim mun hraðar sem Ómíkron dreifir sér, þeim mun fleiri möguleikar eru á stökkbreytingu sem getur hugsanlega fætt af sér fleiri afbrigði,“ sagði Leonardo Martinez, farsóttafræðingur við Boston University.

En hvernig þessi nýju afbrigði munu hegða sér vitum við af augljósum ástæðum ekki enn.

Stuart Campbell Ray, smitsjúkdómasérfræðingur hjá Johns Hopkins University í Baltimore, varar við útbreiddri trú sem hefur orðið til þess að mjög margir eru nú fullir bjartsýni um framhald faraldursins. Það er trúin á að veiran haldi áfram að veikjast með hverri stökkbreytingu. „Ég tel að við getum ekki verið örugg um að veiran verði minna hættuleg með tímanum,“ sagði hann og benti á að veirur verði ekki alltaf minna banvænar með tímanum.

Helsta markmið veiru er að vera eins smitandi og hún getur til að hún dreifist sem mest og tryggi þannig viðgang sinn. Þetta talar á móti því að hún geri hýsilinn, í tilfelli kórónuveirunnar er það fólk, svo veikan að hann látist af hennar völdum. En Ray benti á að smitaður einstaklingur geti alveg smitað aðra þrátt fyrir að sjúkdómseinkennin séu væg og að sá eða þeir sem hann smitar geti orðið alvarlega veikir.

Báðir sérfræðingarnir mæla með að fólk haldi áfram að nota andlitsgrímur á almannafæri og láti bólusetja sig. Bóluefnin veiti minni vernd gegn Ómíkron en öðrum afbrigðum veirunnar en dragi mjög úr líkunum á alvarlegum veikindum og sjúkrahúsinnlögnum, sérstaklega ef fólk hefur fengið örvunarskammt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu