fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Örvunarskammtur dregur mjög úr líkunum á sjúkrahúsinnlögn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 08:00

Mynd: Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji skammturinn af bóluefni gegn kórónuveirunni, svokallaður örvunarskammtur, dregur mjög úr líkunum á alvarlegum COVID-19-veikindum eða um 90% hjá fólki eldra en 65 ára sem smitast af Ómíkronafbrigði veirunnar.

Þetta sýna nýjar tölur frá UK Health Security Agency. Dpa skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá breska heilbrigðisráðuneytinu þá séu 90% minni líkur á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að það fékk örvunarskammt samanborið við þá sem ekki hafa fengið örvunarskammt.

Hjá þeim sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni veita þeir um 70% vernd eftir þrjá mánuði og um 50% vernd eftir sex mánuði.

Á þessum grunni mælir bóluefnanefnd bresku ríkisstjórnarinnar með því að íbúar á dvalarheimilum aldraðra og fólk eldra en 80 ára fái ekki fjórða skammtinn af bóluefni. Forgangsverkefni verði að allir þeir sem hafa fengið tvo skammta fái þriðja skammtinn og að óbólusettir fái fyrsta skammtinn eins fljótt og unnt er.

Þetta sagði Wei Shen Lim, formaður nefndarinnar, að sögn dpa. Hann sagði að núverandi gögn sýni að örvunarskammturinn veiti enn góða vörn gegn alvarlegum veikindum og það eigi einnig við um viðkvæmustu hópana. Af þeirri ástæðu sé það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé þörf fyrir að gefa örvunarskammt númer tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari