fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Vísindamenn vara við – Mun hafa áhrif á vatnsöflun 100 milljóna manna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 11:00

Himalaya. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísinn bráðnar í Himalaya og mun hraðar en reiknað hafði verið með. Þetta segja vísindamenn við háskólann í Leeds á Englandi. Þeir segja að afleiðingarnar af þessu séu ófyrirsjáanlegar.

Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta geti á endanum orðið til þess að 100 milljónir Asíubúa verði í vandræðum með að verða sér úti um vatn. Þetta mun einnig hafa áhrif á enn fleiri Asíubúa sem eru háðir ám til verða sér úti um mat og orku.

„Íbúar á svæðinu sjá nú þegar þessar breytingar sem eru miklu meiri en við höfum séð öldum saman,“ sagði Simon Cook, hjá Dundee háskólanum, sem er meðhöfundur rannsóknarinnar.

Rannsóknin staðfestir það sem margir töldu sig vita um bráðnun jöklanna í Himalaya síðustu áratugi, að hún sé mun meiri en áður var talið. Jöklar þar hafa bráðnað tíu sinnum hraðar síðustu áratugi en þeir hafa gert að meðaltali síðan síðustu litlu ísöld lauk fyrir 400 til 700 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“