fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Nokkrar jákvæðar fréttir frá síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 14:00

Pöndur eru nú ansi krúttlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársins 2021 verður einna helst minnst fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem lék heimsbyggðina grátt og kostaði milljónir manna lífið. Öll lásum við og heyrðum fjölda frétta um kórónuveiruna og hræðilega afleiðingar hennar á síðasta ári. En það gerðist nú ýmislegt jákvætt á árinu, sem betur fer, og hér nefnum við nokkra jákvæða hluti til sögunnar.

Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi leikið okkur grátt þá varð heimurinn betri staður að búa í, fyrir flesta,  ef litið er framhjá heimsfaraldrinum ef miða má við Social Progress Index. Árlega mælir Social Progress Index hvernig heilbrigðiskerfið, öryggi, aðgengi að menntun, réttindi fólk og umhverfismál eru í 168 ríkjum. Niðurstaðan fyrir síðasta ár sýnir að í 147 af ríkjunum 168 hafði fólk það betra á síðasta ári en tíu árum áður.

Á níunda áratug síðustu aldar voru tæplega 1.000 pöndur sem lifðu frjálsar út í náttúrunni. Eftir 30 ára verndar- og uppbyggingarstarf tilkynntu kínversk yfirvöld síðasta sumar að pöndur séu ekki lengur í útrýmingarhættu. Nú lifa um 1.900 pöndur frjálsar út í náttúrunni. Að auki eru um 600 dýr í dýragörðum víða um heim. Kínverjar hafa sett upp 67 verndarsvæði fyrir pöndur. Hver panda étur 12-38 kíló af bambus á dag og eftir því sem National Geography segir þá sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar að bambus sé harðgerari en áður var talið hvað varðar áhrif loftslagsbreytinganna. Það eru því góð tíðindi af pöndum og matnum þeirra. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Árið 2020 varð malaría 627.000 manns að bana að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Árlega látast 267.000 afrísk börn, 5 ára og yngri, af völdum sjúkdómsins en 96% þeirra sem látast af völdum hans eru Afríkubúar. Þetta er því einn banvænasti sjúkdómur heimsins. En í október tilkynnti WHO að stofnunin gæti nú í fyrsta sinn mælt með bóluefni fyrir börn. Hér er um stórt skref að ræða til að bjarga mörg hundruð þúsund börnum árlega.

Í árslok 2020 var aðeins búið að bólusetja nokkur þúsund manns gegn kórónuveirunni en samkvæmt tölum frá Our World in Data þá höfðu 0,091% jarðarbúa fengið fyrsta skammtinn af bóluefninu þann 31. desember 2020.

Í árslok 2021 höfðu 9,15 milljarða skammta af bóluefnum verið gefnir fólki um allan heim. Daglega eru um 32 milljónir skammta gefnir. 58,2% jarðarbúa hafa fengið að minnsta kosti einn skammt. En það varpar skugga á þennan árangur að mjög mikill munur er á hlutfalli bólusetninga á milli heimsálfa og einstakra ríkja. Það kemur kannski sumum á óvart að það er í Suður-Ameríku sem hæsta hlutfall bólusettra er, að minnsta kosti þegar horft er til þess hversu hátt hlutfall hefur fengið einn skammt að minnsta kosti en í Suður-Ameríku er hlutfallið 76%.  En samt sem áður eru þessar umfangsmiklu bólusetningar sögulegur sigur því aldrei fyrr hefur bóluefni verið þróað svona hratt og framleitt svona hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“