fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Gjafmildur banki – Óvænt „jólagjöf“ upp á 25 milljarða til viðskiptavina

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. janúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hafa 75.000 Bretar bankans glaðst mjög um jólin þegar kíktu í netbankann sinn. Búið var að leggja peninga inn hjá þeim, peninga sem þeir áttu enga von á. Samtals var þetta sem nemur um 25 milljörðum íslenskra króna sem fór inn á reikninga fólksins. Greiðslurnar komu í gegnum Santander bankann.

Það er því hætt við að einhver starfsmaður eða starfsmenn bankans hafi átt svefnlausar nætur að undanförnu.

Um var að ræða launagreiðslur frá 2.000 fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Santander. En búið var að greiða þessi laun en af einhverjum ástæðum voru þau greidd á nýjan leik. The Times skýrir frá þessu.

Það gerir málið ekki auðveldara fyrir bankann að það verður ekki svo auðvelt að ná þessum peningum aftur. Ástæðan er að margir þeirra sem fengu þessar greiðslur eru viðskiptavinir annarra banka og það þarf að beita þá banka góðum fortölum ef þeir eiga að koma að því að málið verði leyst skjótt. Þetta eru til dæmis Barclays, HSBC, NatWest og Virgin Money.

Bankarnir geta auðvitað tekið þessa peninga af reikningum viðskiptavina sinna en sumir eru kannski nú þegar búnir að eyða þeim og á þeim grundvelli verða bankarnir væntanlega ekki mjög áhugasamir um að þurfa að setja sig í samband við þessa viðskiptavini til að segja þeim að þeir séu nú í mínus á reikningum sínum.

Talsmaður eins bankans staðfesti við The Times að þar á bæ séu menn ekki áfjáðir í að taka peninga af reikningum fólks sem taldi sig eiga að fá þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“