fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Leynilegur leiðtogi Talibana lét son sinn gera sjálfsmorðssprengjuárás

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 06:06

Hibatullah Akhundzada

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Talibanar tóku völd í Afganistan fyrir nokkrum dögum hefur leiðtogi þeirra, Hibatullah Akhundzada, látið lítið fyrir sér fara en hann stýrir nú stjórnarmyndunarviðræðum í Kandahar. Hann er æðsti leiðtogi þess valdapýramída sem einkennir Talibana en hefur verið algjörlega ósýnilegur fram að þessu.

Það er ekkert nýtt að hann láti lítið fyrir sér fara. Eina þekkta ljósmyndin af honum var birt af Talibönum sjálfum og dvalarstöðum hans hefur verið haldið mjög leyndum, ekki síst í ljósi sögunnar þar sem forverar hans hafa verið ráðnir af dögum einn af öðrum.

„Hann er í Kandahar og hefur verið þar frá byrjun. Hann birtist fljótlega opinberlega,“ sagði talsmaður Talibana í síðustu viku. Akhundzada stýrir nú viðræðum um nýja ríkisstjórn en þær fara fram í Khandahar sem er næst stærsta borgin í Afganistan.

Fáir utan liðsmanna Talibana höfðu heyrt um hann þar til hann kom fram á sjónarsviðið í leiðtogahópi Talibana fyrir sex árum. Hann var næstráðandi Mullah Akhtar Mansour sem tók við sem leiðtogi Talibana í júlí 2015 eftir að Mullah Omar, stofnandi Talibana, lést en Talibönum tókst að leyna dauða hans árum saman en á sama tíma stóð yfir harðvítug valdabarátta í þeirra röðum. Mansour var drepinn í loftárás Bandaríkjahers 2016 og tók Akhundzada þá við sem leiðtogi samtakanna.

Frá þeim tíma hefur saga hans verið dramatísk og blóði drifin, svona eins og saga Afganistans. Fyrir tveimur árum lifði hann af sprengjuárás í mosku í Baluchistan-héraði í suðurhluta landsins. Í árásinni létust faðir hans, bróðir og fleiri ættingjar. Hryðjuverkasamtökin IS-K, sem tilheyra Íslamska ríkinu, lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér og sögðu að Akhundzada hefði verið skotmarkið því ári áður hafði hann gert IS-K stóra skráveifu í átökum í norðurhluta landsins.

2012 var reynt að skjóta hann til bana þegar hann hélt fyrirlestur en skammbyssa árásarmannsins stóð á sér og hann var yfirbugaður.

2017 missti hann yngsta son sinn sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás í Gereshk í Helmand. Talsmenn Talibana segja að Akhundzada hafi vitað af fyrirætlunum sonar síns og hafi veitt honum heimild til að hrinda þeim í framkvæmd.

Ekki liggur ljóst fyrir hvert hlutverk hans innan samtaka Talibana er, að minnsta kosti er það ekki vitað utan innsta valdahrings samtakanna. Hann sendir öðru hvoru frá sér ákveðinn trúarlegan boðskap í tengslum við helgidaga múslíma en annars fer lítið fyrir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið