fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Franskur hasskóngur dæmdur í 16 ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 07:30

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur karlmaður, sem franskir fjölmiðlar kalla hasskónginn, var nýlega dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir smygl á ævintýralega miklu magni af hassi til landsins. Hann á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 11 ár.

Maðurinn heitir Moufide Bouchibi og er 41 árs. Hann var framseldur til Frakklands frá Dubai í mars en hann hafði verið eftirlýstur í mörg ár.

Fyrir dómi sagði Mathieu Fohlen, saksóknari, að Bouchibi hafi smyglað „stjarnfræðilegu“ magni af hassi frá Marokkó til Frakklands. Við smyglið voru gríðarlega hraðskreiðir bílar notaðir.

Franska og spænska lögreglan hafa lengi reynt að loka á þessa smyglaðferð en í henni felst að glæpamenn fylla hraðskreiða bíla, yfirleitt þýska, af hassi og aka svo á ofsahraða frá suðurhluta Spánar til Frakklands, yfirleitt að næturlagi.

2011 tókst að stöðva akstur eins slíks bíls og voru 743 kíló af hassi í honum. Bouchibi stóð að baki smyglinu. En aðrir ökumenn sluppu frá lögreglunni að því er segir í skilaboðum frá Bouchibi sem lögreglan komst yfir. Þetta sagði saksóknari fyrir dómi. Bouchibi þvertók fyrir að hafa sent skilaboðin.

Þegar dómurinn var kveðinn upp sagði dómarinn að Bouchibi verið að afplána að minnsta kost tvo þriðju hluta hans áður en hann getur fengið reynslulausn en það verður eftir tæplega 11 ár. Auk fangelsisdómsins þarf hann að greiða 6 milljónir evra í sekt. Bouchibi ætlar að áfrýja dómnum að sögn verjanda hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu