fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Pressan

Segir að Talibanar geri það í Panjshir sem allir óttuðust að þeir myndu gera

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 05:59

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Talibanar tóku völdin í Afganistan sögðu þeir að valdatakan myndi ekki hafa blóðsúthellingar í för með sér. En ýmislegt hefur orðið til að sá efasemdarfræjum hvað þetta varðar, meðal annars morðið á barnshafandi lögreglukonu sem CNN skýrði frá.

BBC segir að Talibanar hafi drepið að minnsta kosti 20 óbreytta borgara í Panjshirdalnum. Miðillinn er með myndir af því sem virðist vera óbreyttur borgari sem er umkringdur af Talibönum á fjallvegi í Panjshir. Skyndilega heyrast skothvellir og maðurinn fellur til jarðar. Annað morð sem BBC skýrir frá er á verslunareiganda í Panjshir sem flúði ekki þegar Talibanar tóku völdin, hann var staðfastur í að halda áfram að reka verslunina sína. „Ég er bara fátækur verslunareigandi. Ég hef ekkert með þetta stríð að gera,“ sagði hann. Hann var samt sem áður handtekinn og sakaður um að selja óvinum Talibana sim-kort. Nokkrum dögum síðar var lík hans skilið eftir við heimili hans og bar það fjölda merkja þess að maðurinn hefði verið pyntaður hefur BBC eftir sjónarvotti.

Panjshir-dalurinn var síðasta stóra landsvæðið þar sem Talibanar mættu mótspyrnu en í síðustu viku lýstu Talibanar yfir sigri í dalnum. Ahmad Shah Massoud, leiðtogi andstæðinga þeirra í dalnum, hefur heitið því að halda baráttunni áfram og hvatt landa sína til að halda áfram að berjast gegn Talibönum.

Talibanar hafa hvatt íbúa í Panjshir til að halda áfram daglegu lífi sínu. „Þeir sem reka fyrirtæki eiga að halda því áfram. Bændur eiga að halda áfram rekstri. Við erum hér til að vernda heimamenn og fjölskyldur þeirra,“ sagði Malavi Abdullah Rahamani, talsmaður Talibana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bretar voru í fararbroddi í bólusetningum – Erfiður vetur framundan

Bretar voru í fararbroddi í bólusetningum – Erfiður vetur framundan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk hann of langt að þessu sinni?

Gekk hann of langt að þessu sinni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem heltekur þjóðina þessa dagana – Tvö morð – Mannaveiðar – Öfugsnúin samúð

Málið sem heltekur þjóðina þessa dagana – Tvö morð – Mannaveiðar – Öfugsnúin samúð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kóbramorðið – Virtist vera hið fullkomna morð

Kóbramorðið – Virtist vera hið fullkomna morð